Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 20

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 20
20 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Um ritun dánarvottorða Á Ísland eru í gildi lög um dánarvottorð og var nýjasta endurskoðun þeirra gefin út árið 1998 (2). Í fyrstu grein laganna segir: „Læknir skal rita dánarvott- orð fyrir hvern mann er deyr hér á landi. Vottorðið skal ritað á eyðublað sem landlæknir lætur útbúa“. Þetta eyðublað er að svipuðu formi og tíðkast meðal nágrann- aþjóða og farið er að tilmælum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar við gerð þess. Klíníski hluti vottorðsins er í tveim hlutum I og II. Í hluta I eru skráðar beinar dánarorsakir eins nákvæmlega og unnt er. Ef um fleiri en eitt sjúkdómsfyrirbæri er að ræða, má skrá þau í tímaröð og sjúkdómurinn neðst á listanum er þá talinn aðaldánarorsök. Aðaldánarorsök (dánarmein) er svo endanlega valin af Hagstofu Íslands og kóðuð eftir ICD- 10. Í klíníska hluta II eru skráðir samverkandi sjúk- dómar, sem eru taldir samverkandi dauða. Alþjóðlega dánarmeinaskráin (ICD-10) heitir fullu nafni: „Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála“ og var tíunda útgáfan gefin út á Íslandi árið 1996 (3). Hún tók við af eldri útgáfunni ICD- 9, sem hafði verið í notkun frá 1978. Tölfræðiflokkunin skiptir fyrst sjúkdómunum niður í aðalflokka, sem merktir eru með bókstöfum og tveggja stafa töluröð eða kóða (t.d. A00-B99), eins og sést á töflu 1. Næsta flokkun er sjúkdómsgreiningin, tjáð með bókstaf og tveggja stafa númeri og aukastaf t.d. I21,9 (brátt hjarta- vöðvafleygdrep, ekki nánar tilgreint) eins og sýnt er í töflum 3 og 4. ICD-10 býður uppá mikinn fjölbreytileika en markmið skráningarinnar er að skrá sem nákvæm- astar faraldsfræðilegar upplýsingar fyrir heilbrigðisyfir- völd og einnig til að fá fram fjölþjóðlegan samanburð. Efniviður og aðferðir Samantekt á dánarmeinum er hluti af afturvirkri rannsókn á heilsufarsbreytum vistmanna á hjúkrunar- heimili í Reykjavík (1). Valið var að skoða alla sem lét- ust á þessu heimili frá árinu 1996, en þá var byrjað að skrá eftir tíundu útgáfu af Alþjóðlegu dánarmeina- skránni (ICD-10) (3). Til samanburðar var leitað fanga Dánarmein á hjúkrunarheimili Ársæll Jónsson yfirlæknir, LSH Landakoti Inngangur Þótt algengt sé að vistmenn á hjúkrunarheimilum endi þar sína daga, þá er minna vitað um dánarorsakir þeirra. Almennt er einnig vitað að gamalt, aldurhnigið fólk á oft við marga sjúkdóma að stríða samtímis. Þá má spyrja, hverjir þeirra valda bana eða hvort komi til nýir sjúkdómar undir lokin? Eru dánarmein á hjúkrunarheimili önnur en annarra landsmanna? Hvernig eru dánarmeinin ákvörðuð og hvernig eru þau skráð? Til að varpa ljósi á þetta verður hér sagt frá almennum reglum um skrásetningu dánarvottorða og frá rannsókn á dánarmeinum aldraðs fólks á hjúkrunarheimili í Reykjavík (1).

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.