Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 33

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 33
33ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net var hinsta ósk Péturs að þar yrði komið upp einhvers konar heimili fyrir Alzheimers-sjúklinga. Félagið tók þá ákvörðun að koma þar upp dagvist fyrir minnissjúka. Á þeim tíma var, og er reyndar enn, mikill skortur á slíkri starfsemi. Húsið er byggt árið 1954 og til að gera það nothæft fyrir slíka starfsemi þurfti það mikilla endurbóta og lagfæringa við, sem kostuðu ómælda fjármuni og vinnu af hendi margra sem lögðu málinu lið. En draumurinn rættist. Í janúar 2001 tók dagvistin til starfa og rúmar fimmtán skjól- stæðinga. Í húsinu er einnig skrifstofa FAAS. Dagvistin hefur nú starfað í þrjú og hálft ár og gengur vel. Dag- vistin nýtur daggjalda frá Tryggingastofnun ríkisins. Stjórn FAAS er skipuð fimm einstaklingum og tveir eiga sæti í varastjórn. Þessi sjö manna hópur ásamt fram- kvæmdastjóra hittist einu sinni í mánuði eða oftar og leggur á ráðin varðandi þau mál sem upp koma og efst eru á baugi hverju sinni. Að sjálfsögðu hefur tekjuöflun oft verið fyrirferðarmikill þáttur í því starfi. Einu föstu tekjurnar sem félagið hefur eru félagsgjöldin. Sala minn- ingarkorta gefur þó nokkrar tekjur. Aðrar tekjur eru framlög einstaklinga og fyrirtækja og það sem okkur tekst að fá úr sjóðum hins opinbera. Fram- kvæmdastjóri er sameiginlega hjá félaginu og Fríðuhúsi í 50% starfi. Með stjórninni starfar sex manna fagráð staðsett á Landakoti. FAAS er í nánum tengslum við ýmis önnur áhugamanna- félög bæði hérlendis og erlendis. Við eigum fulltrúa í stjórn ÖBÍ og fulltrúa- ráði Eirar. Við erum félagar í Öldrunar- ráði, Öldrunarfræðafélaginu, Banda- lagi Evrópufélaganna og störfum náið með samtökum norrænu Alzheimers- félaganna. Norrænu samtökin, sem saman- standa af löndunum sjö, funda árlega til skiptis í löndunum um málefni minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Á síðasta ári kom út bæklingurinn Gæða skammtímavistun minnissjúkra. Bætt lífsgæði. Hann var samvinnuverkefni þessara félaga og var gefinn út á sex tungumálum. Nú vinna félögin að bæklingi um dagvistir og gildi þeirra fyrir minnissjúka. Árið 2002 hóf félagið útgáfu á blaðinu FAAS-fréttir og er áætlað að það komi út árlega fyrst um sinn. Einnig var á því ári opnuð heimasíða FAAS sem er www.alzheimer.is. Á næsta ári verður félagið 20 ára. Á þeim tíma hefur margt áunnist í málefnum minnis- sjúkra m.a. fyrir framgang félagsins. En betur má ef duga skal. Það er mikið verk óunnið ekki síst á lands- byggðinni. Í raun finnst mér sem við séum aðeins að byrja. Það vantar svo margt upp á að þjónustan við þennan þjóðfélagshóp sé ásættanleg í því velferðarþjóð- félagi sem við búum í. Við heyrum gjarnan sagt á opin- berum vettvangi: „Þjóðarhagur snýst um mannlega vellíðan“. Það hlýtur að eiga við um alla þjóðfélagshópa. R E Y K J AV Í K – H A F N A R F I R Ð I DVALARHEIMILIÐ – ÁS – HVERAGERÐI Á fræðsludegi FAAS 18. september 2004. Frá vinstri: Jón Snædal öldrunarlæknir, María Th. Jónsdóttir formaður FAAS og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.