Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 10
Meðhöfundar: Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur M.S., PhD. Dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Ragnar Friðrik Ólafsson félagssálfræðingur M.S., tilraunafélagsfræðingur M.S. Verkefnastjóri á Rannsóknarstofu við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Inngangur Það er stefna íslenskra stjórnvalda að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimilum (Lög um málefni aldr- aðra, 1999; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1999; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2002). Þessi stefna stjórnvalda mun óhjákvæmilega leiða til þess að öldruðum, sem búa á eigin heimilum með skerta sjálfsbjargargetu mun fjölga. Að auki gera mann- fjöldaspár á Íslandi næstu áratugi ráð fyrir hlutfallslegri fjölgun aldraðra (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, 2002). Loks er því spáð að mun fleiri aldraðir komi til með að búa einir og muni þannig hafa minni stuðning frá aðstandendum (Anderson og Hussey, 2000). Með hliðsjón af þessu er mikilvægt að aldraðir fái þann stuðning sem þeir telja sig þarfnast til að geta búið áfram á eigin heimilum þrátt fyrir heilsuleysi og skerta getu við að sjá um daglegar athafnir og að uppbygging heimaþjónustu fyrir aldraða taki mið af þessari þróun. Öflug heimaþjónusta getur einnig komið í veg fyrir að ábyrgð vegna umönnunar leggist of þungt á aðstand- endur aldraðra. Mikilvægt er að hið opinbera komi til móts við veikburða aldraða og aðstandendur þeirra með eflingu alhliða heimaþjónustu og fjölbreyttara vali á möguleikum til endurhæfingar. Til að útfæra þessa stefnu er mikilvægt að kanna aðstæður aldraðra sem búa í heimahúsum og þann stuðning sem þeir njóta. Jafnframt er mikilvægt að skýra hvaða þættir leiða til þess að einstaklingur getur ekki lengur dvalið á eigin heimili og flytur á öldrunarstofnun. 10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Líkamleg færni og stuðningur frá formlegum og óformlegum stuðnings- aðilum hjá 90 ára og eldri á Íslandi Hlíf Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, M.S. Verkefnastjóri Útdráttur: Vorið 2003 lauk greinarhöfundur meistararann- sókn við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Til- gangurinn með þessu rannsóknarverkefni var að kanna sjálfsbjargargetu langlífra Íslendinga sem búa á eigin heimilum, hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera og hvaða þættir hafa áhrif á þann stuðning sem veittur er. Í þessari grein verða kynntar helstu lýsandi niðurstöður rannsóknarinnar. Gögnin í þessari rannsókn voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrun- arþarfir 90 ára og eldri á Íslandi, sem safnað var í tengslum við rannsókn á erfðum langlífis í sam- starfi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE)og Rannsókn- arstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskóla- sjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ). Rann- sóknin fór fram á tímabilinu frá mars árið 2000 til september árið 2002. Í rannsóknarhópnum voru ásamt greinarhöfundi Pálmi V. Jónsson, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Hjalti Guðmundsson og Kristleifur Kristleifsson. Leiðbeinendur í meistaranámi voru Kristín Björns- dóttir og Ragnar Friðrik Ólafsson.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.