Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 4
4 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Á síðasta áratug 19. aldar vaknaði áhugi á að koma áfót fjórðungssjúkrahúsi á Austurlandi, jafnt fyrir íbúa og sjómenn sem stunduðu veiðar á austfirskum miðum, innlenda sem erlenda. Í kjölfarið var hafin söfnun fyrir sjúkrahúsbyggingu á Seyðisfirði. Húsið var flutt tilsniðið til Seyðisfjarðar frá Noregi, tilbúið árið 1898 og tekið í notkun árið 1901. Fyrsti héraðslæknir sjúkrahússins var Kristján Kristjánsson og gegndi hann því starfi þar til hann lést, árið 1927. Skurðlæknirinn Egill Jónsson var næsti læknir við sjúkrahúsið, fram- kvæmdi hann þar skurðaðgerðir þar til Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupsstað var tekið í notkun árið 1957. Á fyrri helmingi 20. aldarinnar voru sjúkrahúsin á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði einu sjúkrahúsin á Austur- landi og sinntu þ.a.l. flestum sjúklingum fjórðungsins. Mikil sjúkraþjónusta var við breska sjómenn og þann mikla fólksfjölda sem dvaldi á Seyðisfirði á síldarár- unum. Árið 1977 var hafist handa við að byggja Heilsu- gæslustöð á Seyðisfirði. Var hún tekin í notkun árið 1986 og sjúkradeildin árið 1992. Gamla sjúkrahúsið þjónaði því Austfirðingum í rúm 90 ár. Heilabilunardeild fyrir allt Austurland var opnuð árið 1998. Árið 1999 voru allar ríkisreknar sjúkrastofnanir á Austurlandi samein- aðar í Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). HSA - Heilbrigðisstofnunin á Seyðisfirði HSA - Seyðisfirði skiptist í tvær megin þjónustuein- ingar þ. e. heilsugæslusvið annars vegar og sjúkrasvið hins vegar. Rekstrarstjóri, hjúkrunarstjóri og læknar stöðvarinnar mynda saman framkvæmdaráð sem ber ábyrgð á rekstri deildanna. Húsnæði stofnunarinnar er á þremur hæðum. Á annarri hæð eru rúmgóðar legudeildir með þjónustu- kjarna ásamt borð- og setustofum. Á fyrstu hæð eru heilsugæslustöð og skrifstofur og í kjallara er m.a. aðstaða sjúkraþjálfunar, líkgeymsla og kapella. Tækjabúnaður Stofnunin er vel tækjum búin og síðustu ár hefur töluvert bæst við af nýjum tækjum og gömul end- urnýjuð. Á stofnuninni er fjarfundabúnaður sem hefur nýst í samstarfi við sérfræðinga á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi (LSH) við Hringbraut þar sem aðalverkefnin Sigurveig Gísladóttir hjúkrunardeildarstjóri HSA Seyðisfirði/Heilsu- gæslustöð Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarstjóri HSA Seyðisfirði HSA– Heilbrigðisstofnunin á Seyðisfirði Frá afhendingu á EKG-tæki.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.