Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 34

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 34
34 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Í tilefni af 30 ára afmæli Öldrunarfræðafélags Íslands(ÖFFÍ) var á síðasta ári ákveðið að opna vefinn – www.oldrun.net – þar sem hægt er að fræðast nánar um félagið og skoða nokkur eldri tölublöð Öldrunar. Á vefnum er hægt að sjá hvaða námsstefnur ÖFFÍ heldur í samvinnu við Endurmenntun HÍ. Jafnframt hægt að fræðast meira um vísindasjóð ÖFFÍ sem stofnaður var 1984 og hefur síðan úthlutað árlegum styrkjum til rann- sókna tengdum öldrunarmálum. Lög og reglur félags- ins birtast einnig á vefnum og þar er hægt að sjá hverjir sitja í ráðum og nefndum tengdum félaginu. Á vefnum er fólki gefinn kostur á að skrá sig í ÖFFÍ og þannig gerast m.a. áskrifandi að Öldrun (sjá leið- beiningar um það hér á síðunni). Einnig gefst félags- mönnum/áskrifendum færi á að fara inn á vefinn og breyta eða bæta inn upplýsingum um sig. Við viljum nota tækifærið og hvetja alla félagsmenn til að fara sem fyrst inn á vefinn og athuga hvort upplýsingar um þá séu réttar og til að skrá netfang sitt (sjá leiðbeiningar um það hér á síðunni). Markmiðið er að sem flestir félagsmenn fari inn á vefinn og bæti inn í skráninguna netfangi sínu þannig að í framtíðinni getum við sent ykkur rafrænan póst þar sem tilkynnt verður um næstu námsstefnu eða aðrar mikilvægar upplýsingar tengdar ÖFFÍ. Tekið skal fram að netfanga- listinn verður ekki framseldur til annarra eða notaður í öðrum tilgangi en að koma mikilvægum boðum til félagsmanna sem snerta ÖFFÍ beint. Vefur þessi hefur mælst vel fyrir hjá félags- mönnum og stofnunum og í kjölfarið var ákveðið að fara í kynningarátak þar sem félagið, blaðið og vefur- inn voru kynnt betur. Það hef- ur svo skilað sér í fjölgun félagsmanna/stofnana sem eru nú um 370 talsins. En betur má ef duga skal og því hvetjum við ykkur lesendur góðir til að kynna ÖFFÍ, vefinn og blaðið fyrir þeim sem þið þekkið og vitið að hefðu gagn og gaman af. Svona rétt í lokin þá vil ég benda á, eins og glöggir lesendur blaðsins hafa án efa tekið eftir, að veffangið okkar endar á „net“ en ekki „is“. Ástæðan er sú að við kusum að hýsa heimasíðu okkar erlendis vegna þess að það er mun ódýrara og því getum við ekki haft vísun í Ísland í endingu slóðarinnar. Með kveðju, Smári Pálsson, ritstjóri Öldrunar. Vefur Öldrunarfræðafélags Íslands www.oldrun.net Leiðbeiningar til að sækja um aðild að ÖFFÍ og um leið gerast áskrifandi að Öldrun 1. Farið er inn á www.oldrun.net (sjá mynd 1). 2. Fyrir neðan mynd af nýjasta tímariti Öldrunar er smellt með vinstri músartakka á texta þar sem stendur „áskrift að Öldrun“. 3. Ný síða opnast á vefnum (sjá mynd 2). 4. Þar er svo hægt að skrá sig beint á vefnum (sjá mynd 3) eða prenta út umsóknareyðu- blað og senda í pósti. Leiðbeiningar til að breyta eða bæta við upp- lýsingum um félagsmann ÖFFÍ 1. Farið er inn á www.oldrun.net (sjá mynd 1). 2. Smellt með vinstri músartakka á texta þar sem stendur „Félagið“. 3. Undir „Félagið“ er svo valið „Skráning“. 4. Ný síða opnast á vefn- um (sjá mynd 2). 5. Smellt á með vinstri músartakka á texta þar sem stendur „Breyta upp- lýsingum“. 1 2 3

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.