Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 40

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 40
innar út frá sjónarmiðum ólíkra fagstétta. Það skemmti- lega við öldrunarfræðina er hvað þessi sjónarmið eru farin að spila vel saman, sem án efa er árangur aukins þverfaglegs samstarfs og skilnings á gildi þess fyrir hinn aldraða, hvort sem er í rannsóknum á heilsu, lífslíkum og lífsstíl eða í starfi að umönnun og lækningum. Greini- legt er að Norræna öldrunarfræðafélagið, sem var stofnað árið 1973 í Óðinsvéum, hefur sinnt hlutverki sínu nokkuð vel, en það var í upphafi skilgreint sem fræðsla og það að tengja saman fólk m.a. með ráðstefnum af þeirri gerð sem sagt er frá hér. Þátttakendur komu úr ólíkum faghópum en allir fundu e-ð við sitt hæfi, þar eð þeir 700 einstaklingar sem þarna voru samankomnir gátu allir verið á sinni eigin ráðstefnu, ef frá eru taldir hátíðarfyrirlestrarnir. Slíkt var úrvalið, en um leið verður 40 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 það þrautin þyngri að gefa mynd af ráðstefnunni eða draga fram meginniðurstöður. Á því máli eru eflaust jafn mörg sjónarhorn og fjöldi einstaklinga sem þarna var samankominn. Undirrituð sótti t.d. málstofur um sam- spil hins opinbera, fjölskyldunnar og félagasamtaka í að veita þjónustu til að styðja einstaklinginn til að búa heima eins lengi og unnt er og um það hvernig þetta samspil hefur verið að breytast á síðustu öld og hver líkleg fram- tíðarþróun er, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ef ég reyni að draga það fram, sem mér fannst standa upp úr er ég hafði melt allan boðskapinn, þá er það umræðan milli þeirra, sem vilja að í stefnumótun í málefnum aldr- aðra verði lögð áhersla á bætta heilsu og breyttan lífsstíl aldraðra og hinna sem óttast að með þeirri áherslu gleymist að standa vörð um hagsmuni þeirra veikustu. M.ö.o. að með áherslunni á breyttan lífsstíl og bætta heilsu verði þeir veikustu sniðgengnir í skipulagningu þjónustunnar. Stefnumótun sem byggir á þeirri sýn að aldraðir séu virkir þátttak- endur, sem taki ábyrgð á eigin lífi og heilsu þarf að mínu mati ekki að vera í andstöðu við þá áherslu, að samfélagið veiti góða þjónustu við sjúka aldr- aða hvort sem er inni á eigin heimili eða á hjúkrunarstofn- un. En þessi umræða minnir okkur á að falla ekki í þá gildru að einfalda myndina. Til skamms tíma hefur verið til heldur einsleit mynd af öldruðum einstaklingi sem er hjálparþurfi og sjúkur og for- sjárhyggjan hefur svifið yfir vötnunum. Ný sýn á öldrun og aldraða er að hluta til við- brögð við þessari einföldun, sem e.t.v. leggur ofuráherslu á heilbrigði og sjálfstæði aldr- aðra . Í dag eru allir hressir og heilbrigðir mikið lengur eða hvað? Við megum ekki ein- falda myndina aftur með öfug- um formerkjum. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur sem spann- ar allan skalann bæði í félags- legu og heilsufarslegu tilliti eins og aðrir aldurshópar. Það þurfum við fyrst og fremst að hafa hugfast, líka í stefnumót- uninni. Hættan á einföldun og alhæfingum um aldraða er ávallt til staðar og þær leiða til aldursfordóma. Við skulum vera á varðbergi og vanda okkur – þetta snertir okkur öll.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.