Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 17
17ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Aðdragandi flutnings á stofnun Rannsóknir hafa sýnt að það eru fjórir þættir sem hafa áhrif á hvernig flutningur aldraðra á stofnun tekst til: 1. Þátttaka. Að hve miklu marki var flutningurinn skipulagður með þátttöku hins aldraða? 2. Val. Átti hinn aldraði sjálfur þátt í að velja þá stofnun sem hann vistaðist á? 3. Skoðun. Voru allir hugsanlegir möguleikar í stöð- unni kannaðir og var farið á stofnanirnar sem komu til greina og þær skoðaðar? 4. Upplýsingar. Á hvaða formi voru þær upplýsingar sem hinn aldraði fékk og hversu skiljanlegar voru þær fyrir hann? Samspil ofangreindra þátta veldur því hvernig hinn aldraði upplifir flutning á stofnun. Um ferns konar upp- lifun getur verið að ræða: 1. Jákvætt val. Allir möguleikar í stöðunni eru kann- aðir og viðkomandi velur þá stofnun sem hann vistast á og hvenær. 2. Rökrétt val. Viðkomandi hefur minni væntingar, tekur minni þátt í vali á stofnun og fær verri upplýsingar en í fyrsta lið, en hann sættir sig við flutninginn því honum finnst ákvörðunin vera rök- rétt. 3. Vonbrigði. Væntingar viðkomandi standast ekki því það skortir verulega á alla fjóra framangreinda þætti. 4. Mistök. Enginn af þessum fjórum þáttum er til staðar. Upplifunin er því eingöngu neikvæð. Ein af niðurstöðum þessara rannsókna var að í flestum tilvikum vantar í það minnsta einn þáttinn sem leiddi til þess að flutningarnir urðu erfiðari. Ástæðan er sú að oftast kom til flutnings vegna skyndilegra breyt- inga eins og veikinda, sjúkrahússvistar eða makamissis sem orsakaði breytingar á heilsu viðkomandi, félags- legum stuðningi og hæfni til að takast á við daglega lífið (18). Að flytja á stofnun flokkast undir meiri háttar lífsvið- burði hjá flestum og samtök bandarískra hjúkrunar- fræðinga hafa nefnt þetta ferli ,,flutningsstreitu-heil- kenni“ (relocation stress syndrome). Helstu einkenni þess eru kvíði, rugl og þunglyndi, einnig líkamleg ein- kenni eins og meltingartruflanir og hjartveiki. Önnur sálræn einkenni má rekja til eignamissis og frelsis- skerðingar og geta orsakað óvissu með sitt eigið sjálf (17, 7). Áhrif á aðstandendur Flutningur á stofnun hefur ekki bara áhrif á sjúkling- ana sjálfa. Aðstandendur þeirra ganga oft í gegnum mikla erfiðleika bæði fyrir og eftir flutning. Makar og/eða börn þurfa oft að taka þessa ákvörðun fyrir hönd sjúklings, einkum þegar um heilabilun er að ræða. Aðstandendum kann að vera létt þegar plássið býðst en sú tilfinning blandast saman við aðrar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm, sorg og þá tilfinningu að hafa ekki staðið sig sem skyldi við umönnun sjúklingsins (22, 19, 21, 4, 12). Margrét Gústafsdóttir, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, fjallar í doktorsritgerð sinni um sam- skipti aðstandenda og starfsfólks á hjúkrunarheimilum. Hún komst að því að aðstandendum fannst líkamleg umönnun tilheyra starfsfólkinu en andleg umönnun fjölskyldunni. Bæði fjölskyldan og starfsfólkið hafði til- hneigingu til að líta svo á að það væru mörk milli þeirrar umönnunar sem hvor aðilinn um sig innir af hendi. Starfsfólkið tók aðeins að takmörkuðu leyti upp með fjölskyldunni ýmsa þætti er sneru að umönnun- inni. Mikill munur reyndist vera á milli deilda sem bendir til þess að deildarstjórar gegni lykilhlutverki varðandi það hvaða augum starfsfólkið lítur á heimilis- fólkið og umönnun þess (14). Erlendis er nú mikil vakning, sem snýr að því að hafa nánustu aðstandendur sem mest með í ráðum varðandi umönnun sjúklingsins. Gott dæmi er hjúkrunarheimili í Texas, Kilgore Nursing Center. Þar hafa ákveðnar vinnu- aðferðir verið þróaðar við innlögn sjúklinga og eru 90% aðstandenda ánægðir með hvernig innlagnarferlið er uppbyggt. Þegar sjúklingar sjúkrahúsanna í nágrenninu geta ekki útskrifast heim fá þeir í hendur lesefni um hjúkrunarheimilið ásamt upplýsingum um greiðsluþátt- töku. Áður en flutningur á sér stað fá þeir skriflegar upplýsingar um nafn deildarstjóra, starfslýsingar starfs- manna og bein símanúmer tengiliða fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu. Fjölskyldan er hvött til að vera í sambandi og að skiptast á upplýsingum. Einnig fylgja lög um réttindi sjúklinga, starfsreglur heimilisins og upp- lýsingar um meðferð við lífslok. Þátttaka ættingja við umönnun er talin mjög jákvæð og hún hjálpar starfsfólk- inu að finna þá aðferð sem hentar hverjum og einum best. Að auki auðveldar þátttaka aðstandenda sjúklingi að aðlagast breyttum aðstæðum. Innan þriggja vikna frá flutningi er haldinn meðferð- arfundur starfsfólks og fjölskyldu. Þar er gerð skrifleg meðferðaráætlun þar sem hlutverk sjúklings, fjölskyldu og starfsfólks varðandi umönnun eru skilgreind sam- eiginlega. Fundir sem þessir hafa orðið til þess að aðstandendur hafa meiri áhrif á hvernig annast er um ástvin þeirra, þeir bæta upplýsingastreymi á milli starfs- fólks og ættingja og auka vellíðan sjúklinga og aðstand- enda (13, 20, 10). Að takast á við nýjar aðstæður Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig aldraðir takast á við þær breytingar sem fylgja því að flytja á stofnun (15, 2, 8, 5, 1). Í rannsókn sem Porter og Clinton gerðu árið 1992 kom fram að fólk notar aðallega þrjár aðferðir: Að taka því sem að manni er rétt er langalgengasta aðferðin sem notuð er til að takast á við þær hömlur

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.