Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 16

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 16
16 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Á árinu 2003 fluttu alls 856 Íslendingar af heimilum sínum á öldrunarstofnanir. Ástæðan fyrir flutningi á stofnun er sú að viðkomandi getur ekki verið lengur heima þó hann njóti hámarksaðstoðar samfélags og fjölskyldu. Fyrirvarinn er mismikill; stundum er hann lítill sem enginn, í öðrum tilvikum mjög langur og svo allt þar á milli. Í öllu falli fylgja miklar breytingar flutningi á stofnun og þær hafa verið tilefni til rannsókna víða um heim. Hér á landi hafa áhrif slíkra flutninga á einstaklinga og fjölskyldur of lítið verið skoðuð. Aldraðir sem bíða eftir stofnanavistun Það hefur lengi loðað við íslenska öldrunarþjónustu að biðtíminn eftir plássi á vist- og hjúkrunarheimilum í þéttbýli hefur verið allt of langur. Það er þó tilfinning okk- ar sem störfum í þessum geira að biðtíminn hafi verið að styttast á undanförnum misserum. Um þessar mundir eru um 75 manns á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sem bíða eftir úrlausn á öldrunarstofnun, en mörg undanfarin ár hefur þessi hópur verið yfir 100 manns. Það hefur afar slæm áhrif á fólk, þegar meðferð og endurhæfingu er lokið, að þurfa að bíða mánuðum saman á sjúkrahúsi, án þess að vita fyrir víst á hvaða stað það endar. Árið 1976 var gerð rannsókn í Bretlandi um áhrif þess að vera á biðlista fyrir stofnanavistun. Fyrst voru tekin viðtöl við 85 aldraða einstaklinga sem voru að bíða eftir vistun á stofnun. Síðan var rætt við þá aftur sex vikum, tveimur mánuðum og svo einu ári eftir að þeir vistuðust. Notast var við tvo samanburðarhópa, annar var á stofnun en hinn bjó í heimahúsi. Rannsóknin leiddi í ljós að sálræn áhrif voru greinileg á einstaklinga sem voru á bið eftir vistun. Aldraðir á biðlistum höfðu lægra sjálfsmat, sýndu minni tilfinningaleg viðbrögð og höfðu ekki eins skýra hugsun og aldraðir í samanburð- arhópunum (11). Árið 2001 gerði Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, þá nemi í félagsráðgjöf, litla rannsókn á Landakoti um líðan þeirra sem voru í svo kölluðum biðplássum. Hún tók viðtöl við fjóra sjúklinga, tvo karla og tvær konur, sem voru að bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þrjú þeirra voru búin að bíða á sjúkrahúsinu í tæpt ár en einn í nokkra mánuði. Tvö þeirra höfðu farið að skoða hjúkr- unarheimili sem sótt var um og virtist það draga úr kvíða hjá þeim. Þeim fannst sérstaklega gott að geta gert sér í hugarlund hvað þau tækju með sér af per- sónulegum munum. Enginn fjögurra viðmælenda vildi hugsa um framtíðina heldur reyndu þau að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Tvö þeirra vonuðust eftir enn meiri bata svo þau kæmust aftur heim. Einn tjáði sig sérstaklega um kvíða vegna þess að hann vissi ekki á hvaða stað hann myndi lenda (3). Aðlögun að stofnanalífi Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi á LSH Landakoti

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.