Són - 01.01.2011, Page 5
Til lesenda
Níunda hefti Sónar lítur nú dagsins ljós, raunar rísandi dags því við
erum nokkuð seint á ferð. Efni þessa heftis er fjölbreytt að vanda.
Skáld, innlend og erlend, fá nú aukið rými frá síðasta hefti. Són ar skáld
að þessu sinni er Kristján Árnason með þýðingu á nýlega fundnu ljóði
eftir grísku skáldkonuna Sapfó. Auk Kristjáns birta þær Kristín Jóns-
dóttir í Hlíð, Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir og Sig ríður Jónsdóttir
frumsamin ljóð í heftinu. Kristín Jónsdóttir sendi frá sér ljóðabókina
Bréf til næturinnar fyrir tveimur árum og var henni sérlega vel tekið og
seldist grimmt. Kristbjörg Steingrímsdóttir er annar höfund ur bókar -
innar Systraríms sem kom út á síðasta ári. Hér birtast og þýðingar
Guðbjörns Sigurmundssonar á ljóðum ítölsku skáldanna Giuseppe
Ungaretti og Nóbelsskáldsins Salvatore Quasimodo.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem fyrir skömmu varði doktorsritgerð
sína um bragfræðileg efni fyrstur manna á Íslandi, á hér tvær greinar
sem tengjast stuðlum og rími. Helgi Skúli Kjartansson birtir einnig í
heftinu tvær greinar um bragfræðileg efni sem ekki hafa fyrr verið
reifuð. Haukur Þorgeirsson fjallar í sinni grein um álfa í fornum
kveðskap og Þórgunnur Snædal kannar vísur í rúnahandritum. Þórður
Helgason fjallar um átök sem urðu um rímur á 19. öld og Kristján
Eiríksson gerir grein fyrir þýðingum íslenskra ljóða á Esperanto.
Sú breyting hefur nú orðið á ritstjórn Sónar að Ragnar Ingi Aðal-
steinsson, sem lengi hefur setið í ritnefnd, er kominn í ritstjórn. Bætist
þar við góður liðsmaður. Í stað hans gengu til liðs við Kristján Árnason
í ritnefnd þau Margrét Eggertsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Sveinn
Yngvi Egilsson.
Ritstjórnin þakkar öllum sem lagt hafa okkur lið. Það er von okkar,
sem í henni erum, að sem flestir finni hér eitthvað við sitt hæfi og njóti
vel.
Fyrir hönd Sónarsinna,
Þórður Helgason