Són - 01.01.2011, Page 38
38 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
Aðeins fjögur af þeim 17 skáldum sem rannsóknin náði til og voru á
dögum eftir 1400, þ.e. eftir að sníkjuhljóðið kom til, nota sníkju -
hljóðsstuðlun. Eitt dæmi fannst hjá Jóni Þorlákssyni og annað hjá
Kristjáni frá Djúpalæk en tvö skáld, Jónas Hallgrímsson og Davíð
Stefáns son, nota þessa stuðlun að einhverju marki. Þeir Þorsteinn frá
Hamri og Þórarinn Eldjárn, sem koma fram í rannsókninni sem full-
trúar 21. aldar, fengu tækifæri til að tjá sig um skoðanir sínar á stuðla -
setningarreglum (sjá viðauka III). Þeim Þorsteini og Þórarni bar saman
um að sníkjuhljóðsstuðlun sé vel ásættanleg og jafnvel falleg en þeir
nota hana samt ekki (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:324-6). Þessi
stuðlunarvenja virðist því enn, 600 árum eftir að sníkjuhljóðið kom
til, ekki hafa skotið rótum í kveðskapnum.
Hv stuðlar á móti k
Fyrir kemur að skáld og hagyrðingar stuðla hv á móti k. Þetta stafar af
því að hv- í framstöðu er í máli mjög margra Íslendinga í dag borið
fram sem kv-. Það kallast kv-framburður þegar menn bera fram
lokhljóðið /k/ í framstöðu orða sem rituð eru með hv-. Andstæðan
nefnist hv-framburður (Höskuldur Þráins son 1981:115 o.áfr.). Hv-
stuðlun er það kallað þegar hv í framstöðu stuðlar á móti k. Þessi
stuðlun fylgir kv-framburðinum (sjá m.a. Eystein Sigurðsson 1986:7).
Talið er að kv-framburður hafi verið kominn upp þegar á 17. öld um
Vestfirði og Norðurland vestanvert. Elstu öruggu dæmi um að hv- sé
notað í stuðla á móti k eru frá 18. öld (Eysteinn Sigurðsson 1986:9;
Gunnar Karlsson 1965:22–23). Víða má finna dæmi um þessa stuðlun
í seinni tíma kveðskap:
Á hverju kvöldi síðan
karlinn þangað fer,
(Davíð Stefánsson 1952:16)
Hér eru stuðlarnir hv (frb. kv) í hverju og k í kvöldi og höfuðstafur k í
karlinn. Til er vísa eftir Sigurð Breiðfjörð sem er þannig ort að þeim
sem hafa fyrrnefndan kv-framburð hefur ævinlega þótt hún rang -
stuðluð (sjá Höskuld Þráinsson 1981:113). Vísan hefst þannig:
Sunna háa höfin á
hvítum stráir dreglum.