Són - 01.01.2011, Síða 42
42 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
Ástin meðan öllu réði
okkar geði hjá
allt var kveðið eins og gleði
entist héðan frá.
(Sveinbjörn Beinteinsson 1953:18)
Hér stuðla saman Á í Ástin, ö í öllu og o í okkar og svo a í allt, ei í eins
og e í entist. Ef kenningin er rétt og þróunin hefur gengið fyrir sig eins
og rakið er hér að ofan hlýtur breytingin að hafa gengið út á það að
sum framstöðusérhljóð urðu óvirk í stuðluninni meðan önnur voru
það ekki. Þó svo að raddglufulokun sé valfrjáls í nútímamáli er hún
æði algeng í málinu (Kristján Árnason 2005:157). Samt sem áður koma
alltaf inn á milli sérhljóð sem ekki hefjast á þessari lokun. „Ljóðstafur -
inn“, hljóðið sem stuðlað var með, það er skyndilega horfið úr málinu
að hluta og nú stuðla ekki nema sumir sérhljóðar saman. En eins og
sést þegar skoðuð eru súluritin á myndum 1 og 2 virðast breytingar á
framstöðuhljóðum sem ganga í þá átt að fækka möguleikum til stuðl -
unar eða kljúfa jafngildisflokkinn á einhvern hátt hafa snögg og
afgerandi áhrif á þróun stuðlunar með viðkomandi hljóði. Það er því
forvitnilegt að skoða að lokum mynd sem sýnir þróun stuðlunar með
sérhljóð í íslenskum kveðskap (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:146):
Mynd 5. Þróun sérhljóðastuðlunar í íslenskum kveðskap
Eins og hér má sjá hafa ekki orðið neinar verulegar breytingar á
sérhljóðastuðlun á þeim tæplega 1200 árum sem skoðuð voru í rann -
sókninni. Hlutfall sérhljóðastuðlunar er allan tímann rétt um 20% af
heildarstuðluninni. Hvergi sést það rask sem óhjákvæmilega hefði fylgt
jafnafdrifaríkri breytingu og þeirri að raddglufulokunin, sem var
9. 10. 11. 12. 13. 14. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
öld öld öld öld öld öld öld öld öld öld öld öld
18,8 20,2 23,4 22,8 17,6 18,4 21,6 19,2 20,8 21,3 17,5 24,8
H
un
dr
að
sh
lu
ti
40
30
20
10
0
Tímabil