Són - 01.01.2011, Page 43
43FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . .
grunn ur undir stuðlun með sérhljóðum, varð valfrjáls og sumir
sérhljóðar stuðluðu þar af leiðandi ekki lengur eins og áður. Hlutfall
stuðlunar með sérhljóðum helst nánast alveg óbreytt allan tímann.
Þá er ekki síður athyglisvert að skoða kenninguna um raddglufu-
lokun og sérhljóðastuðlun í ljósi súluritanna á mynd 3 og 4. Þar má
greinilega sjá að allar nýjungar í stuðlun eiga erfitt uppdráttar og skáld -
in taka þeim seint og illa og sum alls ekki. Það er því ljóst, að ef
þróunin hefði orðið sú að raddglufulokun, sem var forsendan fyrir
sérhljóðastuðluninni, breyttist úr skyldubundinni í valfrjálsa, eru engar
líkur til þess að skáld og hagyrðingar hefðu tekið því og aðlagað stuðl -
unarvenjur sínar að breytingunni. Súluritin á myndum 3 og 4, og reynd -
ar líka á myndum 1 og 2, skera úr um það á nokkuð afgerandi hátt.
Að lokum
Hér að framan hefur því verið haldið fram að raddglufulokunarkenn -
ingin, sem gerð er grein fyrir í upphafi greinarinnar, eigi ekki við rök
að styðjast. Kenningin hefur verið skoðuð í nýju ljósi út frá rannsókn
sem spannar 1200 ára tímabil stuðlunar í samfelldri kveðskaparsögu
íslenskra (í upphafi norskra) skálda. Hér er byggt á þeirri staðreynd
að stuðlunarvenjur í kveðskap Íslendinga hafa haldist óbreyttar í öllum
grunnatriðum allan þennan tíma og ljóst er, þegar niðurstöður rann -
sóknarinnar eru skoðaðar, að skáldin hafa verið afar nákvæm og
nánast aldrei leyft sér neinar undantekningar eða frávik frá grunn -
reglunum (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:280, 286 o.áfr. o.v.).
Skáldin bregðast mjög hart við breytingum á framstöðuhljóðum og
um leið og þeim finnst að jafngildisflokkurinn sé ekki lengur sá sami
verður stuðlunin heldur ekki sú sama og eins ganga allar nýjungar í
stuðlun hægt eða ekki fyrir sig. Af þessu er aftur dregin sú ályktun að
ef raddglufulokun, sem áður hlýtur að hafa verið skyldubundin ef hún
átti að vera forsenda fyrir sérhljóðastuðluninni, en er valfrjáls í dag,
hefði verið forsenda sérhljóðastuðlunar hefði breytingin úr skyldu -
bundnu í valfrjálst haft afgerandi áhrif á þróun stuðlunar með sér -
hljóðum. Slík breyting með tilheyrandi umróti á stuðlunarvenjunum
hefði áreiðanlega komið fram á mynd 5. Það er því súluritið á mynd 5
sem endanlega sker úr um það að engar líkur eru fyrir því að
sérhljóðastuðlun grundvallist á raddglufulokun eða hafi nokkru sinni
gert.