Són - 01.01.2011, Page 55
55ÁLFAR Í GÖMLUM KVEÐSKAP
er „ekki Kristi kær“ og Ólafur telur að það sé ósamræmanlegt kristinni
trú að búa með álfum.
Spyrja mætti hvort hugmyndin um hættulega álfa hafi aðeins átt
heima í kynjaveröld sagna og kvæða eða hvort landsmenn hafi sjálfir
borið ugg í brjósti vegna álfa við daglegt amstur. Til síðari mögu leikans
benda þrjár gamlar bænir.
Dæglur eru kvæði varðveitt í AM 713 4to.18 Handritið er skrifað
um miðja 16. öld og kvæðið er varla eldra en frá um 1500, sést það
meðal annars af unglegu orðfæri (t.d. ’blífa‘ í tólftu vísu). Í kvæðinu er
guð dómurinn beðinn um vernd gegn alls kyns andlegum og líkam-
legum ógnum. Þar er þessi vísa:
Geymdu í dag við grimmum tröllum,
gjám og skriðum, skaparinn, mig,
fyrir álba kind og öndum snjöllum
þeim atskot veita hörmulig,
meinfuglum og móðum öllum,
myrkri og þoku, þess beiði eg þig.19
Vísan er einnig í ungum pappírshandritum og hljóðar þar svo:
Geym mig í dag við grimmum tröllum,
gjám og skriðum, frelsari, mig,
við álfa kindum og öndum snjöllum
sem aðskot veita hræðilig,
við meinfylgi og möðkum öllum,
myrkri og þoku, eg bið þig.20
Nættlur eru eins konar hliðstæða við Dæglur en þar er beðið um vernd
um nóttina frekar en um daginn. Kvæðið er aðeins varðveitt í handriti
frá 19. öld en hlýtur að vera miklu eldra og ef til vill álíka gamalt og
Dæglur. Þar í er þessi vísa:
Frá grimmum dýrum, guð drottinn minn,
geym oss og hvört annað sinn,
18 Um Dæglur er helst fróðleik að finna hjá Jóni Þorkelssyni (1888:99–100) og Finni
Jónssyni (1924:126).
19 AM 713 4to, 15r. Stafsetning samræmd.
20 JS 492 8vo, bls. 236–237. Orðamunur úr AM 969 4to, 116v: 2 frelsari] skapari; 6
myrkri] við myrkri.