Són - 01.01.2011, Page 58

Són - 01.01.2011, Page 58
58 HAUKUR ÞORGEIRSSON Eins og rætt var hér á undan er þekkt að sjúkdómar og önnur óhöpp séu skýrð með íhlutan ósýnilegra illvætta. Aðskot gæti merkt eitthvað svipað og aðsókn en í stað þess að illvætturin komi sjálf til að hrella fólk beitir hún fyrir sig skotum. Hugmyndin væri þá að álfar og andar hefðu yfir að ráða einhvers konar skaðlegum flaugum sem þeir skytu að fólki til að valda því skaða. Með þessum skilningi fæst skynsamleg merking í bæði kvæðin sem orðið kemur fyrir í. Sterk rök fyrir því að þetta sé réttur skilningur er að skot af þessu tagi eru þekkt annars staðar í Norður-Evrópu. Í Noregi gengur fyrir- bærið sem hér um ræðir undir ýmsum nöfnum en heitir ekki síst alvskot. Eldar Heide bendir á að orðið sé til í svo mörgum tilbrigðum í norskum mállýskum að það hljóti að hafa verið lengi í málinu. Einnig getur hann þess að lítið sé um álfa í norskri þjóðtrú í seinni tíð og bendir það einnig til að orðið sé gamalt. Telur hann þess vegna að nor- ræna hafi átt orðið ’alfskot‘ þótt það finnist nú ekki í heimildum.28 Á íslensku þekkist orðið ’skessuskot‘ um bráðaverk í baki og er það sjálf- sagt eins hugsað.29 Óheillaskeyti af þessu tagi finnast einnig í fornenskum heimildum. Í særingu sem nefnist Wið færstice og varðveitt er í handriti frá því um 1000 er meðal annars talað um ylfa gescot (’álfaskot‘).30 Hugmyndin er því gömul en ekki er gott að vita hvort hún hefur verið til á Íslandi frá fyrstu tíð eða hvort hún er seinna til komin fyrir erlend áhrif. Niðurstöður Eins og hér hefur verið sýnt birtast álfar á nokkuð margvíslegan hátt í bókmenntunum og er ekki fjarri lagi að leita skýringa á því. Þá er fyrst að huga að því að álfar höfðu hlutverki að gegna í norrænni trú og er þá óhjákvæmilegt að afstaðan til þeirra hafi breyst með kristni - tökunni. Samkvæmt kenningum kirkjunnar er þess að vænta að dular- fullar verur séu vélabrögð djöfulsins. Þetta viðhorf hefur haft sín áhrif og sjást þess merki í bænunum sem til var vitnað.31 Það er þó ekki svo 28 Heide 2006:229. 29 Kjartan Ottósson 1983:41; Matthías Viðar Sæmundsson 1992:275. Ég finn ekki heimildir um ’skessuskot‘ eldri en frá 20. öld. Einnig mun það til að orðið ’skot‘ sé notað eitt sér um veikindi (Kristján Eiríksson, munnleg heimild). 30 Hall 2004:11. 31 Sjá ennfremur Einar Gunnar Pétursson [óútg.] um deilur lærðra manna á 17. öld um eðli álfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.