Són - 01.01.2011, Page 67
Þórgunnur Snædal
Nokkrar vísur úr
rúnahandritum
Þær mörgu stundir sem ég hef setið við að skoða og skilgreina öll þau
fjölmörgu handrit rúnafræðilegs efnis sem varðveitt eru m.a. á Hand -
ritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum og í Den Arnamagnæanske Samling
í Kaupmannahöfn hef ég mér til gamans og afþreyingar skrifað upp
vísur sem á einhvern hátt tengast hinu rúnafræðilega efni og sá, sem
handritið skrifaði, hefur sett á spássíu eða til útfyllingar blaðsíðna sem
annars hefðu verið auðar eða hálfar. Stundum er höfundar getið,
stund um ekki, stundum virðist ljóst að sá sem skrif aði upp handritið
hefur einnig ort vísurnar og að þær eru sprottnar af hugrenningum
skáldsins meðan það sat við að skrifa upp letrin. Ekki eru þessar vísur
alltaf merkilegur kveðskapur en þær lífga samt uppá textann, því oft
eru þessar endalausu upptalningar á rúnaletrum ekki sérlega skemmti-
legar, og gefa lesandanum samband við þann sem hefur unnið þá
þolinmæðisvinnu að skrifa upp öll þessi einkennilegu letur.1 Vísurnar
gefa einnig ofurlitla vísbendingu um ástæðuna fyrir áhuga fræðimanna
fyrir öllum þessum letrum, en af þeim að dæma virðist hún hafa verið
tvíþætt, sumir vildu læra rúnagaldra og hræða aðra með þeirri kunn -
áttu, aðrir vildu bjarga fornum fróðleik frá glötun.
Handritið ÍB 165 8vo getur varla talist með merkilegustu handritum.
Það er skrifað á 18. öld og í því eru m.a. margvísleg fremur illa skrifuð
rúnaletur. Á eftir rúnaletrunum stendur þessi vísa:
Letrið rúna lærðu þetta lundur fleina,
með tilbúna gagnsemd greina
(staf) svo gætir rúna villt til meina.2
1 Í greininni Rúnalist og letrabækur í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2008 hef ég gert
nokkra grein fyrir þessum mörgu letrasöfnum og höfund um þeirra ef þekktir eru
(sjá Þórgunn ur Snædal (2008)).
2 Orðið „staf” stendur á spássíu.