Són - 01.01.2011, Page 70
70 ÞÓRGUNNUR SNÆDAL
Jón Ólafsson Grunnvíkingur (1705–1779) skrifaði heilmikið rit um
rúnir, sem hann kallaði Rúnareiðslu.9 Hann var einnig sæmilega hag-
mæltur eins og kunnugt er. Handritið JS 149 fol. er samtíningur, aðal-
lega um rúnir, með hendi Finns Magnússonar og Jóns Sigurðssonar.
Á lausan miða í handritinu hefur Jón Sigurðsson skrifað þær tvær vísur
sem Jón Ólafsson hefur sett á öftustu blaðsíðu af fyrstu gerð rúnólógíu
sinnar 1732:
Ritað hef ég rúnir hér,
reynt á augun víst til sanns.
Glatt svo endað gaman er
göfugt eftir vilja manns.
Nafnið sjái ýtar á:
Unnars þak svo kalla það,
Ásgarðs jöfur, þýja þrá.
Þar hefur vísan enda stað.
Rúnirnar eru Ís, Óðinn, Nauð og mynda þær nafnið Jón. Vísurnar
skrifar Jón Sigurðsson upp eftir handritinu NKS 474 fol. Það er skrifað
á 18. öld, en virðist ekki vera eiginhandarrit Jóns Ólafssonar. Því miður
hef ég ekki haft tækifæri til að skoða handritið.
1752 lauk Jón við enn fyllri gerð af Rúnareiðslu sinni. Hún er
varðveitt í AM 413 fol, sem Jón skrifaði sjálfur og endar einnig á vísu
sem skrifuð er með rúnum:
Er á enda rúnarit
sem rekkurinn hafði í frammi,
en ef í það vantar vit
virðar ekki skammi.
Ég læt fljóta hér með tvær vísur í viðbót þótt efni þeirra sé að vísu ekki
rúnafræðilegt.
Jón Egilsson (1724–1807) á Stóra Vatnshorni í Haukadal var af -
kastamikill fræðimaður á síðari hluta 18. aldar og skrifaði kringum
1770 fallegt og fróðlegt handrit, Lbs 624 4to, sem hann kallaði:
„Margkvíslaðar rásir hins mæra Mímis brunns. Glöggsénar af eðli hins
9 Um Rúnareiðslu Jóns er hægt að fræðast nánar í Jón Helgason (1926), bls. 53–71.