Són - 01.01.2011, Síða 76
76 ÞÓRÐUR HELGASON
tveggja … Þessi rímnamentun og sálmalist var bæði gagnslaus,
vitlaus og skaðleg, því að fyrir hana dó út öll fegurðartilfinning,
því að alt var bundið við að skrúfa saman orð í rím og hljóðstafi,
hvað illa sem þau áttu við og hvílíkt afskræmi sem málið varð
við það, og var þó ekki einu sinni svo vel, að nokkur formfegurð
eða rímlipurð ætti stað.
Tveimur áratugum síðar, árið 1902, metur höfundur greinarinnar
„Skáldskapur og bókmentir“ í tímaritinu Dagskrá II, líklega Sigurður
Júl. Jóhannesson, ritstjóri blaðsins og einnig skáld, ástand skáldskapar
um aldamótin 1800: „Þannig var högum háttað á Íslandi um og eftir
aldamótin 1800, að þar ríkti andlegur svartidauði. Skáldskapur var
nálega óþektur, nema sálmar og rímur, sem hvorttveggja var til háð -
ungar og niðurdreps fyrir íslenzka tungu.“2
Friðrik J. Bergmann fjallar um sama efni í ritdómi um Grettisljóð
Matthíasar Jochumssonar árið 1898 og hefur þetta að segja um rím -
urnar: „Rímnaöldin er liðin undir lok. Það reisir hana enginn við aftur
… Hún hefði komið íslenzkum skáldskap fyrir kattarnef, ef hún hefði
fengið að halda áfram. Rímnahættirnir eru óhæfir fyrir hetjuljóð.
Grettis ljóð sýna það. Þau kvæðin, sem orkt eru undir öðrum háttum,
eru öll efnismeiri, veglegri, – meira höfðingsmót að þeim.“3
Aldamótaárið lítur og E[inar] H[jörleifsson Kvaran] um öxl og
einnig hann sér fátt annað en framfarir á akri bókmenntanna. Að mati
Einars voru íslensku skáldin um 1800 ekki enn búin að uppgötva
dýptir sálarlífsins. „Þau fara aldrei með lesandann inn að upptökum
nokkurrar geðshræringar. Þau lofa aldrei sál hans að lauga sig undir
ástríðufossinum.“ Að mati Einars höfðu skáldin þá ekki enn uppgötvað
dýrðir náttúrunnar. „Það er eins og skáldin á þeim tímum hafi aldrei
séð himininn verða rauðan eða blágrænan, aldrei séð skýin taka á sig
furðulegar myndir, aldrei séð sjóinn tryllast né verða að skínandi spegli,
aldrei heyrt storminn í algleymingi sínum, aldrei fundið hlýja goluna
leika um kinn sér, aldrei látið hugann reika víða í grænni laut í logninu,
aldrei séð fjöllin blá, né rauð, né hvít, aldrei heyrt lóuna syngja.“ Að
lokum nefnir Einar niðurlægingu tungumálsins: „… skáldin um 1800
yrkja að öllum jafnaði á óvönduðu, ljótu máli.“4
Þessi orð þeirra fjórmenninga í lok aldar eru afgerandi og ekki ein
2 [Sigurður Júl. Jóhannesson] (1902:1).
3 Friðrik J. Bergmann (1898:155).
4 E[inar] H[jörleifsson Kvaran] (1900:91–92).