Són - 01.01.2011, Page 78

Són - 01.01.2011, Page 78
78 ÞÓRÐUR HELGASON þar alls ekki fyrstur á ferðinni þótt svo færi að afdráttarlaus orð hans væru minnisstæðust mönnum og hefðu áhrif allt til dagsins í dag. Í Ritum þess íslenzka Lærdómslistafélags árið 1789 eru skáldin hvött til að breyta um afstöðu til skáldskaparins, þannig að „vor tilkomandi skáld vildu, ístadinn fyrir að kiæfa meiníng og andakrapt í gautsku klíngklangi af einshljódandi ítrekudum atqvædum, slíta af sér öll dárlig, edr óþarflig bönd, er midaldursins vísnasmidir hafa á sig lagt, svo ad segia til uppbótar, fyrir þat þeir vildu hafa sig undan því er náttúrliga heimtaz má af einu Skáldi: at yrkia med andagipt og ordheppni.“6 Þetta var sem sé krafa um að láta af hinu torræða skáldamáli og taumlausri dýrkun hins dýra forms en snúa sér að einfaldara máli og háttum – og umfram allt leyfa anda skáldsins að koma meira við sögu og vanda allt mál betur en gert var. Árið áður segir í formála Lærdómslistafélagsritanna um þá áherslu á þýðingar sem birtist í ritunum að það sé til þess gert að „sem fliótast útbreidiz hinn hreini skálldskapar smeckr á Islandi“.7 Magnús Stephensen fer í formála að Skémtileg Vina-Gleði háðulegum orðum um rímurnar og hafnar skáldskapargreininni bæði af fagurfræði- legum ástæðum og hugmyndalegum:8 Ad helmíngur styckia-tölunnar, en þó minna en sjöttungur Vina- Gledinnar, er, til breytíngar, í andlegum og veraldlegum liód- mælum, og til útbreidslu betri skáldskapar smecks enn þess, er mest drottnar nú hér í landi, mun þeim víst midur gédiast, sem í qvedskap aldrei leita ad efni, né skarpvitrum, meiníngar-fullum og snotrum þaunkum, heldur láta sér nytina nægia þó kiarnann vanti, og fást ei um, þó bögur og rímur velli af marklausu þvætt - íngs bulli, stagli, meiníngarlausum hor-tittum og heimsku kénn - íngum, hafi leir-veltan ad eins veniulegt útvortis bragar-form, einkum dýrt og í mörgum samstædum skéllandi í eyrum þegar þessum en ei skynsemi og gáfum skémta skal. Sigurður Pétursson valdi hins vegar þá leið að skopast að rímum í Stellu rímum sínum, efni þeirra, orðfæri og kenningum. 6 „Formáli“ (höfundur ekki tilgreindur) Rit þess íslenzka Lærdómslistafélags 10 (1789:xvi). Sveinn Yngvi Egilsson (1999:55 nm.) gefur þá skýringu á „gautsku“ að íslenskar fornsögur höfðu gjarna verið gefnar út í Svíþjóð með þeirri fyrirsögn að þær væru skrifaðar á „Gammal Götska“. 7 „Formáli“ (höfundar ekki getið). Rit þess íslenzka Lærdómslistafélags 9 (1788:xviii). 8 Magnús Stephensen (1797:ix–x).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.