Són - 01.01.2011, Page 80
80 ÞÓRÐUR HELGASON
II Hinir „svokölluðu menntamenn“
Tilraun Finns Magnússonar
Ljóst er að mörgum þeim, sem kynntust erlendum samtímabókmennt -
um fyrir dóm Jónasar um rímurnar, sveið hversu Íslendingar voru af-
skiptir er kom að nýjum hreyfingum í skáldskap. Jón Helgason nefnir
til sögunnar Finn Magnússon (1781–1847) sem dvaldi um aldamótin
í Kaupmannahöfn og ræktaði þar skáldadrauma sína og nam lögfræði
sem ekki leiddi þó til lokaprófs. Hann sneri að fáeinum árum liðnum
heim og gerðist embættismaður en orti einnig og þýddi. Eftir hann
liggja í handriti tvennar rímur, Selverurímur og Rökkurrímur.
Selverurímur yrkir Finnur um sumarsælu seljalífsins í háróman-
tískum anda, en Rökkurrímur fjalla um kvöldstemningu í íslenskri sveit.
Jón telur engum vafa undirorpið „að vakað hefur fyrir Finni að vekja
upp nýja tegund rímna, þar sem ekki væri ort út af kynjasögum og
bardögum, heldur valin yrkisefni í samræmi við þann kveðskap sem
tíðkaðist í öðrum löndum…“12 Hins vegar er ljóst að skáldskapargáfa
Finns orkar tvímælis og Jón Helgason fellir þann dóm yfir rímnaskáld-
skap Finns að úr hefði getað orðið „þokkalegasta kvæði ef orðalagið
væri ekki oft og tíðum svo dæmalaust klaufalegt; slík var arfleifð 18du
aldar.“13
Það reyndist þannig ekki heiglum hent að rífa sig lausa frá þeim
smekk sem lengi hafði búið um sig í íslenskri ljóðagerð, þeim smekk
sem nú lá brátt undir ámæli.
Sunnanpósturinn
Í Sunnanpóstinum árið 1835 er bókmenntaskeið samtímans á Íslandi
kallað „rímnaöld“ og ekki er farið fallegum orðum um þá öld. Andra
rímum er hallmælt og sagt um Blómsturvallarímur að þær séu „valla í
húsum hafandi“. Hins vegar minnir Sunnanpósturinn á að Tristrams rímur
Sigurðar Breiðfjörð séu „ædi miklu betri“. Og hvað veldur því að mati
þess er skrifar? Jú, það er „hægra að skilja þær, og svo bregdur fyrir í
mörgum mansaungum því gáfna ljósi sem Sigurdi Breidfjörd sýnist
svo ríkulega géfid.“14
Næsta ár, 1836, hamrar Sunnanpósturinn sama járnið og segir:
12 Jón Helgason (1959:175).
13 Jón Helgason (1959:173–174).
14 A[rni] (Árni) H[elgason] (1835:133).