Són - 01.01.2011, Page 81
81RÍMNAMÁL
Þad hefir nú leingi tídkast í Íslandi, ad þeir sem hafa fundid hjá
sér, eda þókst finna Skáldskapar gáfu, þeir hafa tekid sér fyrir
hendur ad qveda rímur, eda snúa í ljód sögum og æfintírum, sem
þeim hafa þókt þess verd.
Jafnvel nockrir almúgamenn, sem aldrei voru til menta settir,
hafa, sér til dægrastyttíngar og ödrum til skémtunar, fengist vid
þessar ydkanir, og hefir nockrum þeirra tekist þetta vidlíka vel
og hinum sem í Skóla höfdu gengid, þó þeim væri ad vísu meiri
vorkun, ad svo miklu leiti sem þeir ad eins kunnu málid, af því
þad hafdi verid fyrir þeim haft, en höfdu aldrei lært ad þeckja
þess eiginlega edli og krapt, sem þó sýnist naudsyn fyrir hvörn
þann er yrkir eda ritar eitthvad.
Sá sem þetta ritar í Sunnanpóstinn veltir því fyrir sér af hverju það skyldi
stafa að nánast engar framfarir sjáist í þessari grein ljóðlistar, hvort sem
var hjá hinum lærðu eða leiku – en finnur enga aðra skýringu þess en
þá að með einhverjum hætti hafi greinin staðnað í sinni gömlu mynd.
Þeir sem rímur yrki hafi staðlaða mynd þess hvernig staðið skuli að
verki, og enginn dirfist að brjóta gegn henni. Enn sé það viðhorf ríkj -
andi að fremd sé að því að „hrúga saman óljósum og stundum illa
videigandi Eddu kénníngum eda sjálfgjördum kénníngum, og ætlad
þá fyrst, er þessar voru nockud flóknar og lángt ad sóktar, mundi
nockur mind á qvedskapnum.“15
Árni Helgason hitti naglann á höfuðið er hann kallaði öld sína
rímna öld. 19. öldin var hin eiginlega öld rímna enda bendir Finnur
Sigmundsson á 550 rímur ortar á öldinni, um helmingur þeirra eftir
að Jónas birti rímnadóm sinn í Fjölni. En jafnvel þótt 19. öldin sé blóma -
skeið rímna er hún einnig hnignunarskeiðið; er leið á öldina varð ljóst
að dagar þeirra voru taldir að mestu.16
Sigurður Breiðfjörð deilir á rímur
Það er líka mikilsvert að hafa í huga að Sigurður Breiðfjörð, sem olli
svo miklum titringi á þessari rímnaöld, sá sjálfur að rímnalistin var á
villigötum og fjallar um það í formála sínum að Númarímum. Hann
finnur þar að því að höfundarnir eru um of bundnir sögunni og hafi
lítt frjálsar hendur og anda til að tjá sig í eiginlegum skáldskap. Hann
veltir því fyrir sé hvort skáldin hafi „[…] með upplýsingu þjóðar vorrar
15 [Árni Helgason] (1836:17–18).
16 Sjá Bragi Halldórsson (2008:23).