Són - 01.01.2011, Qupperneq 87
87RÍMNAMÁL
að nafninu eínúngis, þegar eínginn andi er í henni, eíns og eru
rímurnar allvíðast.
Ekki spöruðu þeir Jónas og Konráð í bréfum sínum að gera gys að
rímnalistinni, til dæmis með kveðskap í anda þeirra. Dæmi þess er vísa
sem Jónas sendi Konráði:
Þetta blað er strax í stað
stílað til þess og sett á vers
að beri það í bæjarhlað
bragnar Ness til Jóhanness.
Neðanmáls er þessi skýring vísunnar: „Nota! Nes á að vera sama
og Kaupmannahöfn en Jóhannes sama og Konráð; skáldaleyfið er
tekið sér vegna rímsins.“31
Árið 1843 fær Sigurður Breiðfjörð enn að kenna á vandlætingu
Fjöln ista. Sá sem pennanum stýrði var Gísli Thorarensen, vinur Jónas -
ar, og tilefnið var Ljóðasmámunir, samt Emelíu Raunir, af Sigurði Breiðfjörð.
Um þessa bók Sigurðar ritar Gísli: „Þetta nafn [bókarinnar] er mikjils
til of stutt, því bókjin ætti reíndar að heíta: „Lítilfjörlegur samtíníngur af
mál leís um, bögumælum, dönskuslettum, hortittum, klaufalegum orðatiltækjum,
smekk leísum og öðrum þess háttar smámunum – sumt frjálst og sumu stolið af Sig-
urði Breíðfjörð.“ 32 Síðan tekur Gísli ótal dæmi úr bókinni til að styðja mál
sitt auk þess sem hann fordæmir efni ritsins.
Hinir lærðu og hinir leiku
Mjög snemma í umræðunni um rímurnar fór að bera á því að mennta -
menn séu sakaðir um að beita sér gegn hinni þjóðlegu list og þar með
alþýðu landsins, menntamenn séu raunar miklu nær því að teljast til
útlendinga en sinnar eigin þjóðar. Þeir hafi allt annan smekk en
alþýðufólk vegna lærdóms síns og kynna af erlendum kveðskap. Mennt -
aðir andans menn, sem vænta mátti einhvers af, þar á meðal skáldin,
hölluðu sér fremur að embættismannastéttinni, enda gjarna embættis-
menn sjálfir, og einangruðust frá kjarnanum, hinni alíslensku alþýðu
landsins. Báðir hóparnir einangruðust því og hin eðlilegu samskipti þar
sem hvor hópurinn nemur af hinum yrði því fjarlægur draumur.
Menntamennirnir stýrðu að mestu allri umræðu, höfðu aðgang að
31 Jónas Hallgrímsson (1989 II:90).
32 G[ísli] Th[orarensen] (1843:62).