Són - 01.01.2011, Page 89
89RÍMNAMÁL
8. Fjöldi klerka flutti þjóð,
fagur myndað rímna val,
sýslu rekar löguðu ljóð,
leikmenn þar til nær ótal.
Og sem áminningu til samtímans og þess vandlætingartóns og niðurrifs
sem einkenndi umræðuna um rímur minnir Hallgrímur á að fyrri menn
gengu ekki af göflunum þótt misjafnt tækist til við skáldskapinn:36
10. Einn þó komist ærið skammt,
upp frá jörð á móts við hinn,
hvurr með nefi sínu samt
sýngur, flöktir ófeyminn.
11. Skítur hvurr ei annan út,
þó allir jafnt ei sýngi þar,
rímur sínar róms af stút,
raula fram sem skamtað var.
Hallgrímur víkur næst í 6. rímunni að því sem gjarna var haft sem
áfellisdómur um menntamennina og hinn nýja skáldskaparsmekk; að
allt slíkt væri erlent og innflutt – og þar með óþjóðlegt. Rímnaskáldin
hins vegar viðhéldu hinum þjóðlegu háttum. Sérlega merkilegt er
hvernig Hallgrímur notar innlenda og erlenda fugla til að koma
boðskap sínum áleiðis:37
12. Ei þeir [rímnaskáldin] taka útlenzk lög,
að æða með um himininn,
því þeir eru æfðir mjög,
innlenda við tóninn sinn.
13. Himins fuglar [hin frjálsu (ómenntuðu þjóðlegu
skáld)] heyrið nú,
hjartanlega þess jeg bið,
haldið stöðugt tryggð og trú,
tónana ykkar gömlu við.
36 Hallgrímur Jónsson (1859:60).
37 Hallgrímur Jónsson (1859:60).