Són - 01.01.2011, Page 90
90 ÞÓRÐUR HELGASON
14. Þó ali fuglar tamdir [þ.e. menntaðir] títt,
tóna brúki útlenzka,
og eptir þeirra skrafi skýtt,
að skeita neitt um innlenda.
15. Útlendan þó óðar skamt,
ítum gali Páfuglar,
ykkar kvakið íslenzkt samt
aldrei þagni Titlingar.
16. Látið ykkur ljúft og tamt,
að ljóða og kveða rímna grei,
hegrinn lasti sundið samt,
sjálfur ef hann kann það ei.
Í lok rímnanna kveður Hallgrímur með þessum brýningarorðum:38
139. Munu keira ljóð í lag,
láðs hagyrðu vinir,
njóti þeir sem níta brag,
nöldri í kirðum hinir.
Þetta viðhorf til hinna lærðu, menntamannanna, sem hér hefur
komið fram, sést afar víða í allri umræðu um bókmenntir á 19. öldinni.
Guðmundur Friðjónsson lýsir þessum ófögnuði með sínum sterku,
yfirlætislegu orðum í lok aldar:39 „Þegar „mentunin“ stytti upp um sig
pilsin og tók að prika út yfir landið, skaut hún hornaugum til
alþýðuskáldanna og kastaði til þeirra hnútum … Þegar „menntunin“
hristir svuntuna framan í liðsmenn þessarar gömlu stefnu, þora þeir
[alþýðuskáldin] ekki að opna munninn.“
Aðeins eitt skáld, sem kenna má við alþýðuna, reynir að sjá tvær
hliðar á málinu. Þar var á ferðinni Brynjúlfur Oddsson sem yrkir svo
í „Otursrímum“ sem út komu árið 1869:40
7. Rímnakveðskap öld um of
áður gjörði mæra,
38 Hallgrímur Jónsson (1859:87).
39 Guðmundur Friðjónsson (1898:42).
40 Brynjólfur Oddsson (1869:21).