Són - 01.01.2011, Blaðsíða 91
91RÍMNAMÁL
en nú helzt til lítið lof
lærðir honum færa.
Rímur eru sem sé oflofaðar fyrrum en síðan fordæmdar af hinum
mennt uðu. Brynjúlfur lýsir síðan lítilli eftirsjá er hann yrkir:
9. Þó rímur ættu eptir skammt
yrði bættur skaðinn,
ef að kæmi, innlent samt,
annað betra’ í staðinn.
Finnur Jónsson
Einn hinna menntuðu andstæðinga rímna var Finnur Jónsson prófes-
sor. Hann ritaði dóm um fjögur rit sem komu út á árunum 1878–1881.
Af þessum fjórum ritum eru tvennar rímur, Rímur af Hjeðni og Hlöðvi,
kveðnar af Jóni Eyjólfssyni, og Rímur af Ajax frækna, kveðnar af Ás -
mundi Gíslasyni. Þessar rímur eru Finni síður en svo fagnaðarefni:
„Til þess að vera skáld, þarf dálítið meira en viljann. Vjer munum sög -
una um hann Hallbjörn … sem vildi yrkja lofdrápu um Þórleif jarla -
skáld, en komst aldrei lengra en: „hjer liggr skáld“, „sakir þess, at hann
var ekki skáld, ok hafði þeirrar listar eigi fengit“, segir sagan. Hvort
þeir Jón Eyjólfsson og Ásmundur Gíslason sjeu skáld, læt jeg liggja
milli hluta; að minnsta kosti hafa þeir komizt lengra en Hallbjörn
heitinn. En þessar rímur þeirra mæla ekki með þeim, í því efni“.
Aðfinnslur Finns eru í nokkrum greinum. Í fyrsta lagi er það efnið
sem er „in mesta endileysa og bull“ og krafa Finns er að efni skáld-
verka höfði á einhvern hátt til samtíðarinnar, komi að minnsta kosti
úr kunnuglegu umhverfi. Finnur rekst og á mergð smekkleysa, illa
valin orð og óvandað rím, orðum sé misþyrmt og reglur um áherslur
freklega brotnar og rangar orðmyndir notaðar „til þess að bögla inn
allskonar hendingum, gætandi ekki að því, að dýrir bragir eru þeim
ofbragir“. Þessu til staðfestingar bendir Finnur á gallaðar áherslur í
„flet göndlar“, „uns fulltíða“ og bagalegt rím, til dæmis „mjer/hug -
djarfer“ og „hresst/trúlofist“.
Kenningarnar fá einnig hina herfilegustu útreið: „Þá eru kenning -
arnar eins og í lökustu rímum frá fyrri tímum. Það úir og grúir af gulls-
börvum, sverðagrjerum, laufakvistum, plátulundum, örvaröptum,
mundarjakanjörðum, manarjapahlynum (!!), sem eru allt aumustu hor -
tyttir, til þess að fylla út með.“ Hinar nýju kenningar skáldanna þykja