Són - 01.01.2011, Síða 92
92 ÞÓRÐUR HELGASON
Finni og hrákasmíð. Að lokum fá höfundarnir ákúrur fyrir dönsku -
slettur og „ógreiða“ setningaskipun.41
Í heild ganga aðfinnslur Finns í sömu átt og Jónasar Hallgrímssonar
í Fjölni 1835.
III Rímur fá uppreisn æru
og Sigurður Breiðfjörð
Alla öldina var Sigurður Breiðfjörð í brennidepli. Menn þreyttust seint
á því að takast á um gildi hans sem skálds. Stundum fékk hann hina
smánarlegustu útreið en öðrum þótti hann grátt leikinn að ófyrirsynju.
Árið 1878 kom út ritið Stutt æfiminning Sigurðar Breiðfjarðar eftir Jón
Borgfirðing, föður Finns Jónssonar. Í grein í Þjóðólfi um verk Jóns fjallar
höfundur um Sigurð og skáldskap hans og fullyrðir að hann hafi verið
skáld og auk þess andans maður. Ritar síðan:42
Dr. Sveinbjörn Egilsson hélt og mjög í hönd með Sigurði, og orkti
varnarkvæði fyrir hann: „Sjálfur Iðunnar annar ver“, þegar hinir
gáfuðu en freku og einstrengingslegu Fjölnistar réðust á hann og
tættu í sundur rit hans á hans síðustu og erfiðustu árum. Sig. lifði
á tímamótum, og olli það honum sem skáldi meiri baráttu og
áhyggju – að vér ekki segjum: ábirgðar – en nokkurt hinna eldri
alþýðu- og rímnaskálda hafði þurft að mæta. Hinir nýju smekk -
menn og skáld risu öndverðir gegn rímnakveðskapnum, vildu
innleiða alveg nýja siðu og nýjan smekk í skáldskap, og varð
þeim, eins og títt er um nýbreytnismenn, að þeir gættu ekki hófs,
heldur sundurrifu gott með illu … En þar sem þeir gátu fundið
margt með sönnu að flestum rímum Sig., hefðu þeir einkum átt
að sjá og láta hann njóta sannmælis í því, að það var einmitt
hann, sem vildi reyna að bæta rímnakveðskapinn. Allar hans
betri rímur, svo sem Núma- Svoldar- Víglundarrímur o.fl., eru
kveðnar eins og í nýjum stíl, eru losaðar úr hinum gamla, stirða
og storknaða eddu-dróma. Í stað hins hlægilega eldra „Kjalara-
hlúnkara- klúnkara“ stagls, kveður Sig. optast eptir mæltu máli,
með hóflegum og opt heppilega völdum kenningum …
Þessari sýn á kveðskap Sigurðar Breiðfjörð óx fiskur um hrygg eftir
því sem leið á öldina og menn gerðu upp þessa gömlu grein skáld-
41 Finnur Jónsson (1882:12).
42 Stutt æfiminning (1878:97– 98).