Són - 01.01.2011, Page 95
95RÍMNAMÁL
Að lokum segir Jón um rímurnar: „Rimeliteraturen kan ikke i sin hel-
hed bedömmes efter, at en eller anden poetisk stymper har givet sig af
med at digte rímur, hvorfor nogle af dem er dårlige.“49
Einar Benediktsson
Eins og fram hefur komið skipaði Einar Benediktsson sér ekki í raðir
þeirra sem mátu rímur almennt mikils. Honum hefur þó verið ljóst að
Sigurður Breiðfjörð bar mjög af rímnaskáldunum. Í formála fyrir úrvali
ljóða Sigurðar gerir Einar grein fyrir skáldskapargreininni, sögu henn -
ar, þróun og niðurlægingu. Um rímur Sigurðar ritar Einar af sann girni,
raunar við lítið lof þeirra sem um fjölluðu: „Það varð hlutverk hans
[Sigurðar] að hefja rímurnar upp til eiginlegs skáld skapar, en rímur
hans bera sama svipinn og hinar eldri, eru jafnvel margar af þeim litlu
meira virði en hinar. Hann skapaði ekki nein ný söguljóð á Íslandi, til
þess skorti hann menntun og ef til vill skáldlegt afl, en hann bætti hið
gamla fat og gjörði það vel, ef rétt er á litið.“ 50
Þrátt fyrir allt orti Einar sjálfur eina rímu, Ólafs rímu Grænlendings,
og fórst það vel úr hendi. Í mansöng fyrir henni flytur Einar rímna -
listinni og hlutverki hennar lofgjörð og saknaðarstef:51
Öngum stundin leiðist löng,
léttar mundin vinnur.
Löngum undir sagna söng
sveitahrundin spinnur.
Núið er hundleiðinlegt:52
Grundir fölnuð byrgja blóm.
Bleika gröfin þegir.
Undir Fjölnis dauðadóm
dísin höfuð beygir.
En svo er alltaf hægt að vonast eftir bót meina:53
Dýrra braga þrjóti þögn,
þjóðlög Íslands syngist.
49 Jón Þorkelsson (1888:131).
50 Einar Benediktsson (1952:234).
51 Einar Benediktsson (1945:184).
52 Einar Benediktsson (1945:184).
53 Einar Benediktsson (1945:185).