Són - 01.01.2011, Síða 96
96 ÞÓRÐUR HELGASON
Nýrra daga söngvum, sögn,
sveitavísan yngist.
Niðurstaða Einars er þessi alkunna vísa:54
Falla tímans voldug verk,
varla falleg baga.
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga.
Benedikt Gröndal
Góður liðsmaður rímnavina var Benedikt Gröndal sem fagnar vel riti
dr. Jóns Þorkelssonar um bókmenntir Íslendinga á 15. og 16. öld:55
…tekur höfundurinn vel og örugglega málstað rímnakveðskap -
arins og mótmælir Jónasi Hallgrímssyni, sem reit á móti honum
í Fjölni og ætlaði að eyðileggja hann; hafa sumir apað þetta eptir
Jónasi. Enn það er sitt hvað: skáldskapur og skáld. Skáldskap -
urinn sjálfur er ekki víta verður fyrir það, þótt sumir yrki illa.
Ætti menn að heimfæra last um rímnakveðskap upp á aðrar
skáldskapar-tegundir, þá mætti og eyðileggja allan sálmaskáld-
skap, af því sum sálmaskáld eru leirskáld, og þannig mætti fara
með allt. Rímur eru ekkert annað en episk kvæði með þeirri og
þeirri kveðandi, en menn hafa komizt upp á að hæða þær og fyrir-
líta, einkum af því að leikmenn hafa fengist við þær, og þá ekki
skeytt um annað en að hrúga upp rímhroða, og af því hefur
komizt óorð á allan rímna-kveðskap, án þess hann sé lastverður
í sjálfu sér, og þótt rímur hafi verið einhver hin helzta og kannske
þýðingarmesta skemtan þjóðar vorrar. En áþekkur kveðskapur
tíðkast hjá fleiri þjóðum en hjá oss, t.a.m. Grikkjum, þar sem
kvæðamenn fara bæ frá bæ og kveða, að sögn miklu ámátlegra
rímnagaul er „fagurfræðingarnir“ hæða oss fyrir.
Benedikt Gröndal var að vísu ekki nýr hollvinur er hann ritar þessi
orð. Árið 1871 skrifar hann í tímarit sitt, Gefn í greininni „Frelsi –
mennt an – framför“:56
54 Einar Benediktsson (1945:186).
55 Benedikt Gröndal (1888:111).
56 Benedikt Gröndal (1871:14).