Són - 01.01.2011, Síða 97
97RÍMNAMÁL
Og það var ekkert frægðarstryk af Fjölni, þegar hann reif svo
mikið niður rímnakveðskapinn að hann hefir aldrei risið upp
síðan. Rímurnar eru að sínu leyti eins merkilegar og sögurnar
[fornsögurnar], og þær voru talandi vottur um, ekki einúngis
hversu lifandi fornöldin var í rímnaskáldunum, heldur og um
það, hvernig sjálf fornskáldin fóru að yrkja. Þær voru óræk vitni
á móti öllum þeim lygum og áburði, sem lærðir menn í útlöndum
svo lengi hafa barið fram um okkur, að við værum búnir að týna
málinu og allri fornöldinni, og sú núverandi íslendska væri allt
annað mál en það sem Snorri ritaði Heimskrínglu á, eða hinir
aðrir höfundar sögur og kvæði.
Þegar Göngu-Hrólfs rímur Gröndals komu út árið 1893 fá þær eftir-
farandi dóm í Fjallkonunni: „Ekki virðast þessar rímur taka fram rímum
Sigurðar Breiðfjörðs eða öðrum hinum betri rímum, enn líkl. fá þær
góð ar viðtökur hjá þeim sem eru nógu „þjóðlegir“ til að þýðast þær.“ 57
Það er öldungis ljóst að tónninn er mjög niðrandi í þessum dómi
enda lét Benedikt þessu ekki ósvarað: „… og nú hefur hann (ritdóm -
arinn) fengið tækifæri til að sýna hluttekningu sína og hlýleik við rímna -
skáldskapinn, sem er einnig gamall arfur vor frá eldri tímum og ýmsir
hafa viljað geyma, þó að sumum þykji það „fyrir neðan sig““. 58 Hér
full yrðir Benedikt að hann hafi sneitt hjá ýmsum göllum eldri rímna -
skálda, svo sem Sigurðar Breiðfjörð. Það sem skiptir þó meira máli í
svari Benedikts er að hann ber rímur saman við söguljóð annarra þjóða,
allt frá Hómer, og hér er komið að því atriði sem e.t.v. skipti sköpum
um viðhorf margra manna til rímna sem síðar greinir frá.
Harla lærdómsríkt er að lesa mansöngva Göngu-Hrólfs rímna Bene -
dikts. Hann lýsir í 27. rímu yfir söknuði eftir hinu gamla góssi sem nú
fjarlægist þjóðina óðum:59
Stórkostlegur harma her til heljar gengur,
þegar hátt við hörpu syngur
hugur manna kvæðaslyngur.
Fátt er samt um slíkt á vorum sveitabæjum;
ljóð og vísur liggja í dái,
leikur blær um kvæðanái.
57 Ný bók (1893:151).
58 Benedikt Gröndal (1951 IV:35–36).
59 Benedikt Gröndal (1951 II:406–407).