Són - 01.01.2011, Page 99
99RÍMNAMÁL
og þá varla ólman jó
eg fékk stillt við kvæðalag.
Um kenningarnar segir Benedikt þetta:62
Kenninganna prýði-prjál
prjónast ei í þennan óð,
bara daglegt manna mál
myndar þessi söguljóð.
Og ljóst er að Benedikt ætlar sínum rímum mikinn hlut, en dregur
úr orðum sínum um Eddu-málið:63
Áður létu skáldin skýr
skuggalega vaða fjöld,
eins og einhver undra dýr
upp um hugmyndanna tjöld.
Fólkið þetta þuldi mál,
þó að skildi minnst í því,
það var eintómt orðaprjál,
Eddu-ljóðað bríarí.
Þó er ekki þar með sagt,
þetta skuli forðast allt;
allt er sínum listum lagt,
löngum skiptist heitt og kalt.
IV Söguljóð
Rímur söguljóð?
Smám saman virðast menn átta sig betur á því, eins og raunar kemur
fram í mansöngvum Göngu-Hrólfs rímna, að rímur Íslendinga eru
söguljóð, þjóðleg alíslensk söguljóð, sambærileg við þau sem aðrar
þjóðir eiga og meta mikils og halda á lofti. Svo er að sjá sem menn geri
sér betur og betur grein fyrir að þessi arfur er ómetanlegur, jafnvel
gersemi, sem alls ekki megi fórna. Við getum velt því fyrir okkur hvað
62 Benedikt Gröndal (1951 I:414).
63 Benedikt Gröndal (1951 I: 413).