Són - 01.01.2011, Page 100
100 ÞÓRÐUR HELGASON
valdi þessari breytingu á hugsunarhætti eða jafnvel sinnaskiptum.
Kemur þar áreiðanlega margt til. Eitt af því sem virðist hafa hrist upp
í mönnum er þýðing Matthíasar Jochumssonar á Friðþjófs sögu Tegnérs.
Sú þýðing varð gríðarlega vinsæl og mikið lesin um allt land og menn
lærðu hana utanað eins og rímurnar og dáðust að. Hvað eftir annað í
umfjöllun manna um rímur er einmitt Friðþjófs sögu getið og bent á að
rímur eru okkar þjóðlega framlag til söguljóða heimsins.64
Í ljósi þessa vekur furðu okkar nú það sem Jónas Jónasson stúdent
skrifar í Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1881 í eins konar yfir -
litsgrein um íslenskar bókmenntir á 19. öld og fyrr er getið. Hann segir
þar um Örvar-Odds drápu Benedikts Gröndal: „Auk þess hefir hann og
ort þau einu söguljóð, sem frumorkt eru á íslenzka tungu: „Örvar-Odds-
drápu“ í 12 kvæðum.“65 Þessi orð sýna svart á hvítu hversu einangraðar
rímurnar voru í hugum manna sem bókmenntagrein. Jónasi Jónassyni
dettur ekki einu sinni í hug að þær séu söguljóð. Að sömu niðurstöðu
kemst höfundur ónafngreindur [Friðrik J. Bergmann] stutts ritdóms
um 2. útgáfu Örvar-Odds drápu árið 1907: „Gamla útgáfan af Örvar-
Odds drápu (Rvík 1851) var fyrsta hetjukvæðið, sem út kom á ís -
lenzku, og fátt höfum vér eignast af því tagi síðan“.66
Ónefndur ritdómari Þjóðólfs ber saman rímur og söguljóð í ritdómi
um Guðrúnu Ósvífsdóttur eftir Brynjólf frá Minna-Núpi sem út kom
árið 1892 og kemst að þessari niðurstöðu:67
Síðan Örvar-Oddsdrápa Ben. Gröndals kom út 1851 hafa engin
frumkveðin söguljóð íslenzk birzt á prenti, fyr en þessi ofan-
nefndu um kvennskörunginn Guðrúnu Ósvífsdóttur, því að
rímurnar geta ekki kallazt söguljóð fremur en söguljóðin rímur.
Það tvennt er allóskylt hvort öðru. Rímnaskáldið þræðir orð sög -
unnar, en bætir engu við frá eigin brjósti, engum hugleiðingum
um orsök eða innbyrðis samband atburðanna. Þess vegna eru
rím urnar svo þurrar og andlitlar flestar. Þær spilla opt efni sög -
unnar að miklum mun, nema þá er sá yrkir, er nær fegurð hinnar
óbundnu ræðu inn í rímið, en það hefur fæstum rímnaskáldum
vorum tekizt nema Sigurði Breiðfjörð stöku sinnum og fáeinum
öðrum.
64 Sbr. Bragi Halldórsson (2008:42–43).
65 Jónas Jónasson (1881:187).
66 [Friðrik J. Bergmann] (1907:176).
67 Bókmenntir (1892:114).