Són - 01.01.2011, Qupperneq 104
104 ÞÓRÐUR HELGASON
að Brynjólfur frá Minnanúpi fari að yrkja rímur. Sá, sem þetta skrifar,
getur þó ekki gert þeim þann greiða að skammast sín fyrir þetta, og
veit hann þó fjölda manna bæði lærðra og ólærðra, sem þykir skít vera
klínt á sig, ef rímur eru nefndar í þeirra áheyrn.“
Og Þorsteini er ljóst hverjum allt þetta er að kenna: „Hér sést ljóminn
af frægðarverki Jónasar Hallgrímssonar í allri dýrð sinni. Þetta vanst
honum, en lengra náði hann ekki … Banað rímunum gat Jónas ekki,
… Hér hefir því alþýða farið sína leið þegjandi eins og alþýða er vön
að gera … Tilfinningin kemur henni svo opt til liðs þar sem þekkinguna
skortir og því er hún sein til að bera út uppáhalds börn sín, þó einhver
gárungurinn verði til að sparka í þau og segja að þau séu ljót.“
Og hver kenndi Jónasi að yrkja svo „lipurt og létt“ sem raun ber
vitni? Um það er Þorsteinn ekki í neinum vafa. „Af kvæðum aldanna
á undan sér hefir hann varla lært það, því þau eru flest hvorki lipur né
létt, heldur illa geing mjög og mörg hver hölt á öllum fótum. Og þó
Eggert tækist að koma heimspeki sinni og búfræð í ljóð, þá er það optast
mesta klúður og ólíkt Jónasi á allar lundir.“ Og Þorsteinn er sann færður
um að vart hafi það verið sálmarnir sem komu Jónasi á sporið. „Nei,
það eru rímnaskáldin ein og örfáir menn aðrir, svo sem Páll Vídalín,
sem ort hafa lipurt og létt.“ Í lokin nefnir Þorsteinn þau tvö skáld sem
báru íslenska braglist fram til sigurs. Að mati Þorsteins voru það þeir
Sigurður Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson, nú komnir í eina sæng!
Þorsteinn er ekki í neinum vafa um gildi rímnanna fyrir ljóða -
gerðina. Rímurnar varðveittu ljóðstafina, sagnafróðleikinn og tungu -
málið.76
Brynjólfur svarar Þorsteini og greinir frá því að fleiri menn hafi bent
honum á að semja rímu um sögu Guðrúnar Ósvífursdóttur, en ekki
kvæði – og honum hafi sjálfum komið það til hugar. „Ég hefi lengi alið
í huga mínum þá ósk, að eitthvert af skáldum vorum kæmi fram með
rímur, er væri skáldlegt listaverk, því það geta rímur líka verið, ef vel er á
haldið. Mig langaði til að gera það sjálfr; enn ég fann vanmátt minn.
Eins og ég fyrirverð mig ekki fyrir að játa, að ég er rímnavinr, eins
fyrirverð ég mig ekki fyrir að játa, að ég treysti mér ekki til að yrkja
rímur svo, að þær fullnægi öllum þeim kröfum, sem þeim bæri að full -
nægja.“77Að lokum leggur Brynjólfur til að Þorsteinn Erlingsson vinni
verkið sjálfur, til þess treysti hann honum best.
Einmitt um þetta leyti er Þorsteinn að byrja að yrkja Eiðinn, sem
76 Þorsteinn Erlingsson (1892:3–4).
77 Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1892:158).