Són - 01.01.2011, Page 105
105RÍMNAMÁL
eftir kröfu Þorsteins, sem fyrr kemur fram hér, getur verið ríma, þótt
hann kallaði Eiðinn aldrei svo, en er vissulega söguljóð. Þess skal getið
að Þorsteinn orti fyrir dauða sinn mansöng að Eiðnum sem vissulega
flytur bálkinn nær rímnalistinni.
Þrátt fyrir það að Brynjólfur lýsi sig vanbúinn til að yrkja rímur um
Guðrúnu Ósvífursdóttur hafði hann fyrr sinnt þeim akri. Árið 1860
orti hann Rímu um dauða Hjálmars hugumstóra sem varðveitt er í handrit -
um höfundar. Ríman hefst á „Inngangs-mansöng“ þar sem hann veltir
fyrir sér örlögum rímnakveðskapar á Íslandi og spyr:78
Hví þá flestir menntamenn
mótkast rímum veita,
sem þó voru’, og eru enn
almenn skemmtun sveita?
Þessari spurningu svarar Brynjólfur svo:
Kvæðum hallast ættum að,
úti síst þau loka;
en um leið í annan stað
áfram rímum þoka.
Nýrrar aldar nýjan smekk
nýjar rímur beri;
og þá menntun áfram gekk,
eins þær líka geri.
Búarímur
Árið 1906 birtist stuttur dómur eða öllu heldur kynning á ritinu
Nokkrar rímur sem út komu þetta ár. Þar segir: „Í bók þessari eru
nokkur gömul kvæði, sem áður voru í manna munni um land alt, en
eru svo að segja að týnast. Og þó þau séu engin snildarverk að búningi
né efni, mun þó margt gamalt fólk hafa gaman af að rifja þau upp, og
fullorðið fólk þó ekki sé gamalt finna í þeim endurminningar frá
æskuárunum, þegar mentunin var torfengnari en nú er, og tekið var
feginshendi „alt sem horfði í áttina, til andans hæða“.“79
Þessi orð birtast sama ár og út koma Rímur af Búa Andríðarsyni og
78 Sbr. Bragi Halldórsson (2009:98).
79 Nokkrar rímur (1906:55).