Són - 01.01.2011, Page 119
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Örfá orð um rím
Jakob Benediktsson skilgreinir rím í bókinni Hugtök og heiti í bók -
menntafræði. Þar segir: „Endurtekning hljóða eða hljóðasambanda eftir
vissum reglum innan erindis eða braglínu“ (Jakob Benediktsson
1983:214). Jakob nefnir svo alrím, þegar sérhljóð og eftirfarandi hljóð
eru eins, og tvenns konar hálfrím: a) þegar sérhljóð rímatkvæðis eru
mismunandi en eftirfarandi samhljóð eins (vald – fold ) og b) þegar
sérhljóð rímatkvæðis eru hin sömu en eftirfarandi samhljóð mismun -
andi (fugl – gull). Umfjöllun Jakobs er sem vænta má skýr og skil merki -
leg og í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar bragfræðinnar. Í The
New Princeton Encyclopedia of Poetry and Poetics er umfjöllun um rím á
svipuðum nótum. Þar segir: „In the specific sense of the term as used
in English, rhyme is the linkage in poetry of two syllables at line end
... which have identical medial vowels and final consonants but differ
in initial consonant(s) – syllables which, in short, begin differently and
end alike“1 (Preminger og Brogan 1993:1053).
En rím getur birst á fleiri vegu en getið er um hér að ofan. Í bókinni
The New Princeton Encyclopedia of Poetry and Poetics, sem fyrr er nefnd, má
lesa skemmtilega samantekt um rím:
1. CVC bad boy (alliteration)
2. CVC back rat (assonance)
3. CVC back neck (consonance)
4. CVC back bat (reverse rhyme)
5. CVC back buck (frame rhyme, pararhyme)
6. CVC back rack (rhyme strictly speaking)
7. CVC bat bat (rich rhyme, or identical rhyme – /bat =
wooden cylender/bat =flying creature)
(Preminger og Brogan 1993:1054)
1 Hugtakið rím, eins og það er notað í enskum bókmenntum, er binding tveggja
atkvæða í enda braglína ... á þann hátt að þau hafa sama áherslusérhljóða og sömu
loka samhljóða en ólíka upphafssamhljóða – atkvæði sem, í stuttu máli sagt, byrja
ólíkt en enda eins.