Són - 01.01.2011, Page 122
122 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
hann að fegurra sé að hafa mismunandi sérhljóð saman í stuðlun: „En
ef hljóðstafr (þ.e. sérhljóð) er höfuðstafrinn, þá skulu stuðlar vera ok
hljóðstafir, ok er fegra at sinn hljóðstafr sé hverr þeira“ (Snorri Sturlu-
son 1999:4). Líklegt er að íslenskum unnendum hefðbundins ljóð-
forms fyndist ekki fallegt að hafa sama sérhljóðið á eftir samhljóði eða
samhljóðsklasa sem stuðlar. Hefðin er að mismunandi sérhljóð stuðli
saman og eyrað er vant því.
5. CVC Hér er aftur á ferðinni sniðrím, alþekkt í fornum kveðskap
okkar og notað enn í dag. Munurinn á þessu og því sem sýnt er í nr.
3 er að nú er upphafssamhljóðið hið sama. Lítum aftur á vísu Egils:
Gest ils álft með gustum gest – gust
(Egill Skalla-Grímsson, Skjd. A I 1967:54)
Nú stuðla rímorðin sem er fyllilega eðlilegt og sjálfsagt ef svo ber undir.
Þetta má í íslenskum kveðskap en hefur ekki neina sérstaka þýðingu.
Þessi tegund ríms hefur enda ekkert heiti annað en það er einfaldlega
kallað sniðrím, eins og dæmið þél/stál hér að framan, og stuðlun, g-in í
framstöðu orðanna stuðla saman. Í enskum kveðskap er ekki hefð fyrir
stuðlun og þess vegna tengja þeir þetta fyrirbæri ríminu.
6. CVC Nú komum við loks að því sem í daglegu tali er kallað rím
á Íslandi. Hér er stofnsérhljóðið það sama svo og samhljóðið sem fer
næst á eftir því. Þetta kallast alrím:
Glæst er mynd af ljósum lokk lokk – flokk
læst í huga mér. mér – þér
Hæst þig ber í fljóða flokk
fæstar líktust þér.
(Sveinbjörn Beinteinsson 1953:14)
Í þessari vísu er framrím, sem er óvenjulegt. Orðin sem ríma eru:
Glæst – læst – Hæst – fæst-
7. CVC Ýmis skemmtileg dæmi eru til um þetta rím í íslensku þó að
við höfum reyndar ekkert heiti um það, a.m.k. ekki sem mér er kunn -
ugt um. Nú rímar allt saman, fyrra og seinna samhljóð og sérhljóðið.
Lítum á vísu (hringhendu) þar sem innrímið (miðrímið) er á þessa lund
en merking orðanna breytist frá einni línu til annarrar: