Són - 01.01.2011, Page 123
123ÖRFÁ ORÐ UM RÍM
Kveð ég hátt uns dagur dvín (hátt = háum rómi, um hljóð)
dýran hátt við baugalín; (hátt = bragarhátt)
Venus hátt í vestri skín, (hátt = í mikilli hæð)
við skulum hátta elskan mín. (hátt(a) = afklæðast)
(Örn Arnarson 1942:177)
Þetta rímform er afar sjaldgæft. Líklega hefur hagyrðingum gegnum
tíðina ekki fundist þetta vera rím eða þá að þeir hafa litið svo á að
það væri gallað sem slíkt þar sem orðin eru eins að öllu leyti. Lítum
á annað dæmi:
Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla ævi sjó,
aldurhniginn fórst á sjó.
(Örn Arnarson 1942:90)
Hér er sama orðið látið ríma í öllum braglínum og nú merkja öll orðin
það sama. Þetta er reyndar ekki alveg samkvæmt því sem gefið er upp
í enska textanum sem vitnað er til í upphafi greinarinnar því að þar er
reiknað með að orðin séu ekki sömu merkingar. Vísan er úr kvæðinu
um Stjána bláa, lokaerindi fyrri hluta. Höfundinum, Erni Arnarsyni,
hefur fundist við hæfi að klifa svolítið á þessu orði til að undirstrika
tengsl Stjána bláa við hafið.
Rímið sem sýnd hafa verið dæmi um hér að framan, sumt af því
reyndar ævinlega kallað stuðlun í umfjöllun um brag á íslensku, er allt
til staðar í íslenskum kveðskap nema nr. 4 þar sem stuðlað er með
samhljóða eða samhljóðaklasa og sérhljóðinu sem á eftir fer. Ekkert
stendur þó í vegi fyrir því að það sé gert ef einhver kýs að stuðla á
þann máta. Að lokum skal á það bent að hér eins og víðar í brag -
fræðinni vantar heiti á nokkur af hugtökunum.
1. CVC heitir stuðlun
2. CVC heitir hálfrím eða sérhljóðarím
3. CVC er stundum líka kallað hálfrím en líklega er betra
að nota orðið sniðrím
4. CVC hefur ekkert heiti
5. CVC er kallað sniðrím eins og nr. 3 en hér mætti gjarnan finna
annað heiti