Són - 01.01.2011, Page 135
135ÞÝÐINGAR ÍSLENSKRA LJÓÐA Á ESPERANTO
En la mara banobelo
brilajn harojn kombas Ùi.
Þótt það heyri til undantekninga að esperantistar þýði hefðbundin
ljóð á Esperanto með íslenskri stuðlasetningu halda þeir allajafnan
bragliðaskipan og hrynjandi ljóðs. Einnig halda þeir yfirleitt rím -
mynstri í lok ljóðlína og reyndar einnig gjarnan innrími þar sem það
kemur fyrir í frumtexta. Þannig þýðir Baldur Ragnarsson til dæmis
þessa vísu úr Rammaslag Stephans G. Stephanssonar:
Grána kampar græði á,
gjálpir hampa skörum,
titra glampar til og frá,
tifur skvampa í fjörum.
Sur ondar’ blankißas barb’,
flagras haroj torde,
brilojn faras luma garb’,
plaªdas maro borde.
Baldur Ragnarsson hefur að mestu verið einn um þýðingar drótt -
kvæða á Esperanto og sleppir hann þar innrími eins og líka er eðlilegast
þegar slíkum skáldskap er snúið á önnur mál. Hins vegar gætir hann
þess jafnan að atkvæði séu álíka mörg og atkvæði eða bragstöður frum-
texta og nær með því móti vissum einkennum þessa eldforna bragar.
– Snilldar leg er þýðing Baldurs sums staðar á Höfuðlausn Egils, sem
ort er undir runhendum hætti, en töfrar þess kvæðis hafa löngum þótt
liggja fremur í gjallandi endarími háttarins en merkilegu innihaldi. Í
frumtextanum er karlrím meira notað en kvenrím og er þá sem hlust -
andinn heyri „odda at / ok eggja gnat“ í bardögum Eiríks konungs. Í
þýðingu Bald urs er hins vegar eingöngu kvenrím og hygg ég að það
fari betur á Esper anto en ef hann hefði notað báðar rímgerðirnar.
Vinnu brögð þýðandans sjást vel á þýðingu fjórtánda erindis sem
reyndar er kvenrímað á íslensku:
Beit fleinn floginn,
þá vas friðr login,
vas almr dreginn,
varð ulfr feginn;