Són - 01.01.2011, Page 136
136 KRISTJÁN EIRÍKSSON
stózk folkhagi
við fjörlagi,
gall íbogi
at eggtogi.
Á Esperanto:
Lanco ¢etita,
paco finita,
arko stre¤ita,
lup’ gajigita;
reßo alspitis
kaj hakon evitis,
arko Ùrikis
dum Ùnur’ efikis.
Þýðandi heldur efninu vel til haga og rímmunstrið er það sama og í
frumtextanum.
Það er alkunna að þegar Jónas innleiðir hina ítölsku terzínu í
íslenska ljóðagerð með Gunnarshólma þá lætur hann í kvæðinu skipt -
ast á nokkuð frjálslega karlrím og kvenrím. Í Gleðileiknum guðdómlega
(La Divina Commedia) Dantes, frægasta þríhenduverki heimsbókmennt -
anna, er kvenrím hins vegar nær einhaft. Guðmundur Böðvarsson,
sem hefur gefið út fleiri kviður úr Gleðileiknum á bundnu máli ís -
lensku en aðrir, heldur kvenrími í flestum kviðunum nema þeim sein -
ustu þar sem hann notar bæði kven- og karlrím að dæmi Jónasar í
Gunnarshólma. Það fer og betur á íslensku og gerir braginn frjálsari
og ekki eins eintóna. Þannig þýðir og Baldur Gunnarshólma Jónasar.
Hér verður ekki fjallað um íslenskar þýðingar ljóða af Esperanto
en þess skal þó getið að í tímaritinu La Tradukisto voru bæði birtar
þýðingar íslenskra verka á Esperanto og íslenskar þýðingar úr Esper -
anto, þar á meðal fjölmörg ljóð. Voru það ýmist þýðingar ljóða sem
frumsamin höfðu verið á Esperanto en einnig, og ekki síður, þeirra
sem þýdd höfðu verið af þjóðtungum á Esperanto. — Eins má geta þess
hér að ýmis ljóð íslensk hafa ratað á aðrar tungur þýdd úr Esperanto.
Má þar til dæmis nefna ljóðið Í leit að fegurð eftir Jón Óskar sem bæði
birtist á íslensku og ungversku í ungverska tímaritinu Ung Berg 2001 í
þýðingu Tibors Szabadi. Einnig birtust í þýðingu Tibors Szabadi
Gunn ars hólmi Jónasar Hallgrímssonar í Kanizsai antológia 7, bls. 69–72,
og ljóð Gerðar Kristnýjar, Harðfiskur, Ísland og Arfur í Kanizsai antológia