Són - 01.01.2011, Page 137
137ÞÝÐINGAR ÍSLENSKRA LJÓÐA Á ESPERANTO
12, bls. 40–43. Og talsvert af íslenskum ljóðum hefur verið þýtt úr
Esper anto á fleiri þjóðtungur þótt ekki verði gerð tilraun til að tíunda
það hér.
Meðal esperantista hafa jafnan verið miklir bókmenntamenn sem
fengist hafa við þýðingar, bæði á og úr Esperanto. Þær bókmenntir
smáþjóða sem rata á alþjóðamálið eru því nokkuð líklegar til að rata
á þjóðtungur ýmsar sem þær annars hefðu ekki verið þýddar á. Ég
hygg því að þýðingarstarf íslenskra esperantista sé ekki einvörðungu
gróði fyrir Esperanto heldur einnig góð kynning á íslenskum bók -
menntum á aðrar tungur. Í því sambandi er rétt að geta þess að við
Íslendingar höfum verið svo heppnir að eiga nokkra góða þýðendur á
Esperanto þótt einn hafi þar verið langmikilvirkastur og á ég þar við
Baldur Ragnarsson. Hann er að mestu einn um þýðingar ljóða fyrir
siðaskipti og hann er líka sá eini sem þýtt hefur heilar ljóðabækur
skálda. Eru þýðingar hans úr íslensku á Esperanto nú orðnar svo mikl -
ar að vöxtum og fjölbreyttar að þar verður helst til jafnað sem eru
þýðingar Helga Hálfdanarsonar af erlendum málum á íslensku. – Þá
á Stefán Sigurðsson einnig drjúgan hlut í ljóðaþýðingum á Esperanto
eins og sjá má á upptalningunni hér á eftir og fleiri mætti vissulega
nefna.
Hér á eftir verða taldar þær þýðingar íslenskra ljóða á Esperanto sem
mér eru kunnar, bæði þær sem birst hafa í bókum og tímaritum og þær
sem enn eru óbirtar. Þess verður og getið hvar þýðingar þessar hafa
birst og hver hefur snúið ljóðunum á Esperanto. Fylgt verður aldursröð
frumtexta eftir því sem unnt er og elstu ljóðin talin fyrst. Þjóðkvæði
eru þó talin sér með ljóðum 19. aldar skálda.
Úr Eddukvæðum:
Atlakviða (Baldur Ragnarsson: La Tradukisto, 53a n-ro, 12a julio 2006).
Guðrúnarhvöt (Baldur Ragnarsson: La Tradukisto, 49a n-ro, 12a marto
2005).
Guðrúnarkviða hin fyrsta (Baldur Ragnarsson: La Tradukisto, 59a
n-ro, 12a novembro 1997).
Þrymskviða (Baldur Ragnarsson: La Tradukisto, 26a n-ro, 12a julio 1997).
Völuspá (vísur 1–l8) (Baldur Ragnarsson: Norda Prismo 1959/2: 87–88
og (vísur 19–57) 1959/3: 136–138).
Völuspá (allt kvæðið) (Baldur Ragnarsson: Islandaj pravo¤oj. Malmö
1964).