Són - 01.01.2011, Page 155
Helgi Skúli Kjartansson
Fjórliðir
Ill nauðsyn í íslenskri braggreiningu?
I
Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi orti vorsálminn „Dýrlegt kemur
sumar“ sem hefur verið í sálmabókum Þjóðkirkjunnar frá 19451 og
sómir sér þar prýðilega. Sálmurinn er fimm fjögurra lína vers, línur
bundnar tvær og tvær af rími og stuðlum. Sálmurinn er ortur til söngs
undir tilteknu lagi og atkvæðaskipan nákvæmlega hin sama í öllum
línum. Upphafshendingarnar eru t.d. þannig:
Dýrlegt kemur sumar með sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm
Þessar línur er nærtækt að greina sem rétta tvíliði, ráðandi formgerð í
íslenskum brag. Þá eru fimm bragliðir í línu, hinn síðasti stýfður. Út
af stendur sjöunda atkvæðið í hvorri línu, „með“ (feitletrað hér að
ofan). Fyrir því virðist unnt að gera grein á tvennan hátt. Annaðhvort
með því að greina „sumar með“ og „vakna með“ sem þríliði, og þá
þrílið á sama stað í öllum hendingum sálmsins:
Dýrlegt | kemur | sumar með | sól og | blóm
Eða að línurnar séu samsettar, á eftir þremur tvíliðum („dýrlegt kemur
sumar“, „senn fer allt að vakna“) komi braghvíld og tveir liðir í viðbót
(„sól og blóm“, „lofsöngsróm“) en á undan þeim fari forliður.
Dýrlegt | kemur | sumar || með | sól og | blóm
Þessi tvenns konar greining kemur um flest í sama stað niður. Áherslur
falla á sömu fimm atkvæðin, ljóðstafir verða þeir sömu (sumar–sól–
1 T.d. nr. 480 í Sálmabók íslenzku kirkjunnar 1972 (útg. Kirkjuráð, Reykjavík), bls.
463–4 (einnig á <http://tru.is/salmabok>), og er hér fylgt þeirri útgáfu.