Són - 01.01.2011, Side 157
157FJÓRLIÐIR
síður er stuðlasetningin gölluð, a.m.k. ef línan er án brag hvíldar. Þá
verður fjórði bragliður, „himin-“, lágkveða, en lágkveða má aðeins stuðla
við næsta braglið á undan eða eftir. Sama annmarka er önnur hending
sálmsins háð þar sem ekkert fer á milli mála um stuðlana:
Guði’ sé lof er sumarið gefur blítt,
Hér verður of langt á milli stuðla, a.m.k. ef línan er ósamsett.
Nema reiknað sé með þriðja möguleikanum: að línan byrji á fjórlið.
Þá greinist hún svona:
Guði’ sé lof er | sumarið | gefur | blítt
Og á sama hátt:
Hærra’ og hærra | stígur á | himin|ból
hetja lífsins | sterka – hin | milda | sól.
Þessi greining hefur a.m.k. þann kost að gera eðlilega grein fyrir stuðla -
setningu sr. Friðriks. Hér verða fjórir bragliðir í línunni sem þýðir að
þriðji bragliður (seinni hákveðan) verður alltaf að bera stuðul (og gerir
það líka í þeim tíu dæmum sem sálmurinn geymir) en hinn stuðullinn
má falla á hvern sem er af hinum bragliðunum: fyrsta (eins og í ný -
nefndum dæmum: „Guði“ og „Hærra“), annan (eins og í fyrri dæmun -
um: „sumar“, „lífsaflið“) eða fjórða (og dæmi um það líka: „Blessuð
sumar dýrðin um láð og lá“).
En nú tíðkast að lýsa íslenskum brag út frá tvíliðum og þríliðum
(ásamt hugsanlegum forlið í byrjun línu og lokalið e.t.v. stýfðum),3 ekki
fjórliðum.
II
Ekki er þó alveg dæmalaust að íslenskir bragfræðingar noti fjórliði (eða
ferliði4) í greiningu sinni. Ég kann að nefna fjögur dæmi, og er þá næsta
víst að einhvers staðar leynist fleiri.
Hið auðfundnasta er á íslensku Wikipedíu, í grein undir heitinu
3 Sjá t.d. kaflann „Gerð braglína“ í Handbók óðfræðivefjarins Braga,
<http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/handbok2.php>.
4 Fjórliður er eðlilegri hliðstæða við tvílið og þrílið, sbr. ferfalt sem samsvarar tvöföldu
og þreföldu, ekki tví- eða þrí-.