Són - 01.01.2011, Page 160
160 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
III
Í rannsóknarsögunni finn ég sem sagt fjórliðum aðeins bregða fyrir,
en þá sem afbrigði eða undantekningu, alls ekki sem hluta af
reglubundnu bragmynstri líkt og ég þóttist sjá hjá sr. Friðriki. Og vissu -
lega þarf meira til en annarlega stuðlasetningu á tveimur stöðum í
einum kirkjusálmi til að ryðja til rúms nýrri gerð bragliða í íslenskri
bragfræði. En tilefnin eru fleiri.
Ég hef síðan í bernsku kunnað (eða haldið ég kynni) vísu sem rifjast
upp fyrir mér á þessa leið:
Komir þú á bæ þar sem kaffi er ekki á borðum
og kunnirðu ekki við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjá húsfreyjunni um stund án þess að tala
og strjúktu henni um bakið – og þá fer hún að mala.
Vísan er reyndar til í ýmsum tilbrigðum og reynist, þegar að er gáð,
vera eftir Vestur-Íslendinginn Guttorm J. Guttormsson, heita hvorki
meira né minna en Trú á sigur hins góða og hljóða svo:15
Komir þú í hús þar sem kaffi er ekki á borðum,
kunnirðu’ ekki vel við að biðja um það með orðum,
stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala,
strjúktu á henni bakið og þá fer hún að mala.
Hér getum við byrjað á tvíliðagreiningu:
Komir | þú í | hús þar …
Nú er óhjákvæmilegt að reikna með samsettri línu; annars verður hún
bæði of löng – sex bragliðir – og of langt á milli stuðlanna.
Komir | þú í | hús þar || sem | kaff ’ er | ekk’ á | borðum
Þetta getur gengið, kallar að vísu á einhvers konar afbrigðareglur um
stuðlasetningu þar sem tvær samsettar línur stuðla saman. Svona hef
15 Vestan um haf. Ljóð, leikrit, sögur og ritgerðir eftir Íslendinga í Vesturheimi (útg. Einar H.
Kvaran og Guðmundur Finnbogason), Reykjavík, Menningarsjóður, 1930, bls. 152.