Són - 01.01.2011, Page 162
162 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
því að bæta einu léttu atkvæði við tvíliðataktinn.18 Í hverri einustu línu
kemur eitthvert þeirra fyrir, stundum tvö (seinni þríliðurinn þá á einum
stað í þriðja sæti: „finn ég yður öll í haganum enn“) og á einum stað
öll þrjú („sem lifandi guð hefur fundið stað“), alls átta afbrigði af hrynj -
andi línunnar.
Kvæðið Móðurást yrkir Jónas með þríliðum aðallega. Línurnar eru
af tveimur gerðum, fjórir og þrír bragliðir, og hljóma svona án
tilbrigða:
Auganu | hverfur um | heldimma | nótt
vegur á | klakanum | kalda
Einnig hér er hrynjandin sveigjanleg þótt ekki gæti þess í hverri línu.
Þrívegis er bætt við forlið:
Hún | orkar ei | áfram að | halda
Jafnoft er bætt léttu atkvæði við fyrsta bragliðinn:
Fýkur yfir | hæðir og | frostkaldan | mel
Sofa vil ég | líka þá | skelfingar|nótt
Fýkur yfir | hæðir og | frostkalda | leið
– sem þar með er óhjákvæmilega fjórliður. Tvíliðagreining: „Fýkur | yfir
…“ – myndi fjölga bragliðum og rjúfa samsvörun þessara lína við
aðrar í kvæðinu, auk þess sem of langt yrði milli stuðla.
Hér var hrynjandi Jónasar býsna föst: 40 línur þar sem aðeins sex
eru lengdar og þá um eitt létt atkvæði hver. Áþekk eru hlutföllin í erfi -
ljóði hans eftir Bjarna Thorarensen. Fyrstu línurnar sýna háttinn án
tilbrigða, en hann er órímaður og sérkennilega fjaðurmagnaður, byggð -
ur á þríliðum og með forlið í b-línunni:
Skjótt hefur | sól brugðið | sumri,
því | séð hef ég | fljúga
fannhvíta | svaninn úr | sveitum
til | sóllanda | fegri
18 Þetta er eins og hrynjandi Passíusálmanna flestra, hins vegar þveröfugt við aðferð
Einars Benediktssonar sem oft yrkir með löngum þríliðalínum en kallar fram
tilbrigði með því að stytta einstaka þríliði niður í tvílið, einkum í seinni hluta lín -
unnar.