Són - 01.01.2011, Side 165
165FJÓRLIÐIR
og allar hinar.20 Auk þess væri hin síðasta ofstuðluð ef „fyrir“ væri
bragliður.
Um Jónas er þá niðurstaðan sú að hann yrki að vísu hvergi með
bundnum eða reglubundnum fjórliðum; hins vegar sé fjórliður ein
þeirra aðferða21 sem honum eru tiltækar þar sem hann kýs að yrkja
með sveigjanlegri hrynjandi.
IV
Hér hefur verið rætt um rétta fjórliði eingöngu, eða rétta þríliði aukna
einu léttu atkvæði. Þegar ég var að byrja að punkta hjá mér þessar
athuganir og nefndi þær við samkennara minn, Þórð Helgason, spurði
hann af bragði hvort mig vantaði ekki líka dæmi um öfugan fjórlið.22
Sem hann hafði á reiðum höndum:
Það var um kvöld | eitt að Köt|u ég mætt|i,
hún var að kom|a af engj|unum heim
Hér er það sérstaklega höfuðstafurinn, „koma“, sem gerir ljóst að línan
verður að byrja á þremur léttum atkvæðum, sem sagt á þreföldum forlið
eða öfugum fjórlið. Hvorugt er nú neinn heimagangur í íslenskum brag,
en hér yrkir skáldið (Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti) undir
sönglagi og lætur lagið ráða hættinum. Það sama gerir sr. Friðrik í
sálminum sem rætt var um hér í upphafi. Kannski hefði hvorugum
dottið í hug að nota svona bragliði í ljóði sem þeir hefðu ort til lestrar.
En þegar þeir yrkja til söngs og stuðla eftir áherslum sönglagsins,23 þá
láta þeir sig a.m.k. hafa það að beita fjórliðum.
20 Í þessum hætti Jónasar er enginn vafi að fjölbreytnin felst í tilbrigðum frá grunn-
mynstri þar sem bragliðafjöldinn er óhagganlegur. Þegar hrynjandi er enn
sveigjanlegri verður álitamál hvort hægt er að skipta ljóðlínum í bragliði, hvað þá
fastan fjölda bragliða. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum eru dæmi um hrynjandi
sem er svo frjáls að varla er rétt að tala um bragliði, aðeins tvö til þrjú misjafnlega
skýrt aðgreind áhersluatkvæði í hverri línu (oftar þrjú í a-línunni en jafnvel það er
engin föst regla).
21 Þær eru fjórar. Tvær þeirra, (a) víxl tví- og þríliða og (b) óreglubundinn forliður,
mega kallast hefðbundnar, tíðkast t.d. í rímnaháttum; hinar tvær, (c) tvöfaldan forlið
og (d) fjórlið fyrir þrílið, er nær að kalla, eins og Heimir Pálsson gerir, óreglulega
bragliði.
22 Þórður vissi hvað mér kom, hafði stundum rætt við mig um bragarhætti og vissi að
ég hneigist til að greina öfuga liði þar sem hann sér fremur forlið eða forliði.
23 Það er oft álitamál hvernig söngtexti á að þjóna tveimur herrum, bragarhætti og
sönglagi, t.d. hvort á að reikna það hákveður sem þyngsta áherslu fá eftir takti