Són - 01.01.2011, Side 166
166 HELGI SKÚLI KJARTANSSON
V
Niðurstaða mín er þá þessi:
Tilbrigðin í hrynjandi Jónasar fela óhjákvæmilega í sér fjórliði þar
sem hann lengir reglulegan þrílið um eitt atkvæði. Þeir er ekki algengir
í kveðskap hans, en nógu tíðir þó til þess að vera örugglega hluti af
hans meðvituðu braglist, sambærilegir við það hvernig hann notar í
vissum bragarháttum tvöfalda forliði.
Úr því ekki er hægt annað en nota fjórliði við greiningu á tilbrigðum
í brag, þá er rétt að gera líka ráð fyrir reglubundnum fjórliðum í
dæmum eins og bent var á frá sr. Friðriki og Sigurði í Birtingaholti.
Þeir yrkja undir sönglögum, og þar sem lagið kallar á þrjú létt atkvæði
í röð virðast þau öll tilheyra sama braglið, fjórlið (réttum eða öfugum).
Prófsteinn á þá greiningu er einkum stuðlasetningin:24 hvort hún lýtur
þá venjulegum reglum, m.a. þeim sem takmarka stuðlun á lágkveður.
Vísa Guttorms J. Guttormssonar er enginn söngtexti. Hún er hins
vegar dæmi um það, sem færðist í vöxt þegar kom fram á 20. öld, að
braglínur stuðli saman tvær og tvær þó þær séu of langar til að skiptast
í allt að fimm tví- eða þríliði. Sé aðeins litið á þessa einu vísu er ein -
faldast, úr því hvort eð er þarf að reikna með fjórliðum sem bragfræði-
legum möguleika, að beita þeim og skipta hverri ljóðlínu þá aðeins í
fjóra bragliði. Ég geri hins vegar alls ekki ráð fyrir að sú lausn sé einhlít
til greiningar á þessum löngu línum; þar er rannsóknarefni sem bíður
spennt eftir lausn.
lagsins. Davíð Stefánsson orti eftir pöntun undir sönglagi: „Þú komst í hlaðið á
hvít um hesti, / þú komst með vor í augum þér.“ Höfuðstafurinn sýnir að stuðlarnir
verða að vera „komst“ og „[kv]ítum“. Aukastuðlunum „hlaðið – hesti“ tekur
skáldið ekki mark á því þeir standa í lágkveðum, gilda ekki sem stuðlar. Í söng fell -
ur samt þyngri áhersla á „hlaðið“ en „komst“.
Eða athugum þá tíðsungnu ljóðlínu: „Höfuð, herðar, hné og tær.“ Hún er reynd -
ar ofstuðluð hvernig sem á er litið. En hvort væri réttara að bæta úr því með:
„Höfuð, herðar, kálfar, tær“ eða „Höfuð, axlir, hné og tær“? Ég teldi fyrri kostinn
a.m.k. jafngildan því að í söng er þetta „hööööfuð“ svo langt að mér finnst hálf-
partinn að það teygist bæði yfir há- og lágkveðu; þá verður „herðar“ hákveða en
„hné og“ lágkveða. En þetta hefði Davíð víst metið á hinn veginn.
24 Ekki hef ég hugmynd um hvernig hægt er að rannsaka bragliðaskipan í útlendum
kveðskap þar sem ekki er við neinar stuðlunarreglur að styðjast.