Són - 01.01.2011, Page 167
167
Leiðréttingar við 7. og 8. hefti Sónar
7. hefti
Leiðréttingar við greinina Ástir Hjálmars hugumstóra og Ingibjargar,
bls. 65–131:
Á bls 68, 9. línu segir að Bólu-Hjálmar hafi búið „alla sína tíð í Skaga -
firði.“ Þar á að standa „lengst af í Skagafirði.“
Á bls. 69, 13. línu segir að Magnús Hj. Magnússon hafi búið „víða við
Ísafjarðardjúp.“ Þar á að standa „víða á norðanverðum Vestfjörðum.“
Á bls. 69 og 125 er Símon Dalaskáld sagður Björnsson. Sjálfur nefndi
Símon sig alltaf Bjarnarson og svo munu samtíðarmenn hans hafa gert
og þykir rétt að halda því hér til haga.
Á bls. 89, 11. línu hefur misritast nafn Ólafs Ásgeirssonar og hann þar
nefndur Ásgrímsson þótt í næstu línu fyrir neðan sé nafnið rétt.
Á bls. 111, 2. og 3. línu stendur „Þóreyjarnúpi á Vatnsnesi“. Rétt er
„Þóreyjarnúpi í Línakradal“.
Á bls. 112, 21.–22. línu stendur „dróttkvæðum hætti“ en á að vera
„hrynhendum hætti“.
Í Eftirmælum eftir Hjálmar Hugumstóra eftir Guðrúnu Þórðardóttur,
bls. 133–137, stendur á bls. 135, í 2. línu 19. vísu „fögrum beitir
skjóma“ og í 4. línu 20. vísu „grunda sörva öllum“. Eru þeir leshættir
samkvæmt aðalhandriti, Lbs 2402 8vo, en ljóst má vera að leshættir í
Lbs 1881 8vo og Lbs 2129 4to eru réttari en þau handrit hafa bæði
„fögrum beitti skjóma“ og „grundum sörva öllum“.
8. hefti
Nokkrar villur hafa slæðst inn í greinina Thekla leggur land undir fót,
í 8. hefti, bls. 71–89.
Á bls. 72, 4. línu stendur: „Und singt“ í stað „Und sie singt“ og í
lokalínu síðara erindis á sömu síðu stendur „und geliebt“ í stað „und
geliebet“.
Á bls. 76, 3. línu stendur einnig „und geliebt“ í stað „und geliebet“ og
í 9. línu á sömu síðu stendur „Lass rinnet“ í stað „Lass rinnen“.