Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 14

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 14
12 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 og leitt andlit táknaði mjög leiðinlegt. Á milli þessara þriggja kosta voru síðan möguleikarnir frekar skemmtilegt og frekar leiðinlegt (útskýrt í texta). Nemendur í 6. og 9. bekk svöruðu hefðbundnum spurningalistum með blöndu af spurningum og staðhæfingum sem taka átti afstöðu til. Í spurningalistunum var spurt um þætti sem tengdust félagslegum bakgrunni nemenda, viðhorfum til skólans og námsins og daglegum högum. Staðhæfingar snertu ýmsa viðhorfaþætti. Þátttakendur voru beðnir um að taka afstöðu til þeirra og merkja við 1 ef þeir voru mjög ósammála, 2 ef þeir voru frekar ósammála, 3 ef þeir voru aðeins ósammála, 4 ef þeir voru aðeins sammála, 5 ef þeir voru frekar sammála og 6 ef þeir voru mjög sammála. Spurningalistar til foreldra tóku til upp- lýsinga um heimilisaðstæður og viðhorfa foreldra til ýmissa atriða í tengslum við nám og kennslu barna sinna. Í þeim var blanda spurninga og staðhæfinga eins og í nemendalistunum í 6. og 9. bekk. Svarkvarði í staðhæfingum var sá sami og hjá nemendum. Sami spurningalisti var sendur til allra foreldra nemenda í öllum bekkjunum en þó með smávægilegum breytingum á einstaka spurningu eftir því á hvaða aldri börn þeirra voru. Framkvæmd Haft var samband við alla þátttökuskólana og gerður við þá samningur um þátttöku í rannsókninni. Þetta var gert til að stuðla að sem mestri þátttöku en umsjónarkennarar í viðkomandi árgöngum voru rannsakendum innan handar við að senda spurningalista heim til foreldra, við að afla skriflegra leyfa frá þeim um þátttöku barna þeirra og að lokum við að ítreka skil á listum. Foreldrar fengu jafnframt upplýsingablað um rannsóknina og fram- kvæmd hennar og þeim var heitið trúnaði. Rannsakendur fóru í þátttökuskólana og lögðu spurningalistana fyrir þá nemendur í 3., 6. og 9. bekk sem foreldrar höfðu gefið leyfi fyrir. Rætt var við nemendur áður en fyrirlögn fór fram um að þeir þyrftu ekki að taka þátt í könnuninni og að farið yrði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Spurningalistar fyrir alla foreldra voru sendir heim með nemendum og sáu umsjónarkennarar um að innheimta þá. Söfnun upplýsinga frá nemendum í 1. bekk fór öðruvísi fram. Aðstoðarmður sem ráðinn var til verksins sá um að fylla spurningalistann út fyrir nemendur. Hann las spurningarnar eða fullyrðingarnar fyrir nemendurna og voru þeir síðan beðnir um að velja andlit broskarls sem að þeirra mati átti best við hverju sinni. Aðstoðarmaður lagði spurningalistana fyrir í öllum skólunum nema einum, þar sem rannsakendur sáu sjálfir um það. Gagnasöfnun fór fram í október til desember 2007, nema í einum skólanna, þar sem hún fór fram í mars 2008. Unnið var úr spurningalistum í SPSS 15.0. Í þessari grein eru upplýsingar úr framangreindum gögnum kynntar en þær eru einskorðaðar við námsáhuga nemenda í áðurnefndum bekkjum og sýn foreldra sömu nemenda á námsáhuga barna sinna. Aðrar niðurstöður þessarar rannsóknar verða kynntar síðar í öðrum greinum. Niðurstöður Hér á eftir verða kynntar niðurstöður rann- sóknarinnar um námsáhuga barna í 1., 3., 6. og 9. bekk og notaðar upplýsingar frá nemendum og foreldrum þeirra. Fyrst verður sjónum beint að námsáhuga nemenda frá sjónarhóli þeirra sjálfra og skoðað hvort hann sé breytilegur eftir kyni og aldri. Í 1. bekk eru fjórar fullyrðingar sem mæla námsáhuga nemenda en þær eru að: læra í skólanum, lesa og læra heima, lesa í skólanum og fara í skólann á morgnana. Almennt má segja að nemendur í 1. bekk hafi verið jákvæðir gagnvart skólanum eins og sést á 1. mynd. Þremur af hverjum fjórum fannst gaman að læra í skólanum en 45% fannst gaman að fara í skólann á morgnana. Lág en þó marktæk jákvæð fylgni er á milli fullyrðinganna fjögurra. Lægst er fylgnin Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.