Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 69
67
Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008
Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf
Bornar voru saman tölur frá Reykjavík,
nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og
landsbyggðinni. Í ljós kom að hæsta hlutfall
tónmenntakennslu var í nágrannasveitar-
félögum Reykjavíkur en lægst á landsbyggðinni.
Hins vegar má benda á að til skólanna í
Reykjavík teljast einnig einkaskólar sem höfðu
lágt hlutfall tónmenntakennslu. Ef einkaskólar
voru ekki teknir með í útreikninga kom í ljós
að meðal almennra grunnskóla í Reykjavík
kenndu yfir 90 af hundraði námsgreinina
tónmennt.
Fjöldi skóla sem kenndu tónmennt var
127 skólaárið 1981–1982, en 141 skólaárið
2004–2005 sem er raunaukning um 14 skóla
á tímabilinu. Hlutfallslega var aukningin hins
vegar meiri þar sem grunnskólum á landinu
hafði fækkað úr 216 í 180 á þessum árum.
Hlutfall grunnskóla með tónmenntakennslu
skólaárið 1981–1982 var tæp 59 af hundraði en
skólaárið 2004–2005 var hlutfallið rúm 79 af
hundraði. Samanburð milli svæða á umræddu
tímabili má sjá á 2. mynd.
Viðtöl við skólastjóra
Skólastjórar í skólum án tónmenntakennslu (n =
34) voru spurðir hversu lengi tónmenntakennsla
hefði legið niðri. Í helmingi skólanna hafði
engin kennsla verið í tónmennt í tíu ár eða
lengur. Í hinum helmingi skólanna hafði
tónmenntakennsla legið niðri í hálft til átta ár.
Sömu skólastjórar voru spurðir um aðstöðu
til tónmenntakennslu í skólum þeirra. Af þeim
svaraði meirihlutinn (n = 32) að engin sérstök
tónmenntastofa væri í skólum þeirra en tveir
sögðu að tónmenntastofa væri til staðar. Þegar
spurt var um píanóeign kom fram að í 18 af
34 skólum án tónmenntakennslu var hvorki að
finna píanó né hljómborð af neinu tagi. Um
þriðjungur skólastjóranna, eða 11 af 34, greindi
frá því að eitthvað væri til af skólahljóðfærum
í skólanum.
Innt var eftir ástæðum þess að tónmennta-
kennsla hefði legið niðri. Flestir skólastjóranna
(n = 27) nefndu skort á tónmenntakennurum
sem ástæðu. Aðrar ástæður sem þeir nefndu
voru: nemendafæð, tímabundið leyfi tón-
menntakennara, aðstöðuleysi og aðrar áherslur
eða lausnir á kennslu tónlistar, svo sem að
bekkjarkennarar sæju um tónlistina í sínum
bekkjum (4. mynd). Almennt kom fram að
skólastjórar voru ekki sáttir við að vera án
tónmenntakennara.
Skólastjórar í skólum þar sem tónmennt var
2. mynd. Hundraðshlutfall skóla með tónmenntakennslu. Skipt eftir landsvæðum skólaárin 1981–1982 og
2004–2005.