Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 69

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Side 69
67 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf Bornar voru saman tölur frá Reykjavík, nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og landsbyggðinni. Í ljós kom að hæsta hlutfall tónmenntakennslu var í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur en lægst á landsbyggðinni. Hins vegar má benda á að til skólanna í Reykjavík teljast einnig einkaskólar sem höfðu lágt hlutfall tónmenntakennslu. Ef einkaskólar voru ekki teknir með í útreikninga kom í ljós að meðal almennra grunnskóla í Reykjavík kenndu yfir 90 af hundraði námsgreinina tónmennt. Fjöldi skóla sem kenndu tónmennt var 127 skólaárið 1981–1982, en 141 skólaárið 2004–2005 sem er raunaukning um 14 skóla á tímabilinu. Hlutfallslega var aukningin hins vegar meiri þar sem grunnskólum á landinu hafði fækkað úr 216 í 180 á þessum árum. Hlutfall grunnskóla með tónmenntakennslu skólaárið 1981–1982 var tæp 59 af hundraði en skólaárið 2004–2005 var hlutfallið rúm 79 af hundraði. Samanburð milli svæða á umræddu tímabili má sjá á 2. mynd. Viðtöl við skólastjóra Skólastjórar í skólum án tónmenntakennslu (n = 34) voru spurðir hversu lengi tónmenntakennsla hefði legið niðri. Í helmingi skólanna hafði engin kennsla verið í tónmennt í tíu ár eða lengur. Í hinum helmingi skólanna hafði tónmenntakennsla legið niðri í hálft til átta ár. Sömu skólastjórar voru spurðir um aðstöðu til tónmenntakennslu í skólum þeirra. Af þeim svaraði meirihlutinn (n = 32) að engin sérstök tónmenntastofa væri í skólum þeirra en tveir sögðu að tónmenntastofa væri til staðar. Þegar spurt var um píanóeign kom fram að í 18 af 34 skólum án tónmenntakennslu var hvorki að finna píanó né hljómborð af neinu tagi. Um þriðjungur skólastjóranna, eða 11 af 34, greindi frá því að eitthvað væri til af skólahljóðfærum í skólanum. Innt var eftir ástæðum þess að tónmennta- kennsla hefði legið niðri. Flestir skólastjóranna (n = 27) nefndu skort á tónmenntakennurum sem ástæðu. Aðrar ástæður sem þeir nefndu voru: nemendafæð, tímabundið leyfi tón- menntakennara, aðstöðuleysi og aðrar áherslur eða lausnir á kennslu tónlistar, svo sem að bekkjarkennarar sæju um tónlistina í sínum bekkjum (4. mynd). Almennt kom fram að skólastjórar voru ekki sáttir við að vera án tónmenntakennara. Skólastjórar í skólum þar sem tónmennt var 2. mynd. Hundraðshlutfall skóla með tónmenntakennslu. Skipt eftir landsvæðum skólaárin 1981–1982 og 2004–2005.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.