Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 16
14 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 milli þess að lesa í skólanum og lesa og læra heima (rs(211)=0,18, p<0,01) en sterkust á milli þess að læra í skólanum og lesa og læra heima (rs(210)=0,31, p<0,01). Áreiðanleiki þessa þáttar er lágur, eða alfa=0,58, sem má skýra með lítilli dreifingu þar sem atriði eru fá. Lítil dreifing dregur úr fylgni og þar með áreiðanleika. Búinn var til kvarði þar sem lögð voru saman svör barnanna við þessum fjórum fullyrðingum. Þetta var gert þó að fylgni væri ekki mjög há, sem líklega stafar fyrst og fremst af lítilli dreifingu í svörunum. Mest var hægt að fá tólf stig ef barnið merkti við gaman í öllum fjórum fullyrðingunum. Að meðaltali voru nemendur með 10,1 stig, drengir með 9,8 stig og stúlkur 10,4. Þessi munur var marktækur (t(201,9)=-2,3, p<0,05). Kynjamunur kom fram á einstökum fullyrðingum, þ.e. á tveimur fullyrðingum af fjórum. Tengsl eru milli kyns og þess að finnast gaman að læra í skólanum (χ2 (2, N = 213) = 7,04, p<0,05); 67% drengja merktu við að þeim fyndist það gaman en 83% stúlkna. Það að lesa í skólanum hugnast drengjum síður en stúlkum (χ2 (2, N = 213) = 11,33, p<0,01); 65% drengja segja að það sé gaman en 74% stúlkna eru á þeirri skoðun. Í 3. bekk voru svarkostir fleiri, þannig að nemendur svöruðu á fimm punkta kvarða frá mjög leiðinlegu til mjög skemmtilegs. Fullyrðingar eru nú sjö, þ.e. þrjár bætast við þær fjórar sem notaðar voru í 1. bekk. Það eru fullyrðingarnar um að reikna í skólanum, vera í skólanum og vinna verkefnin í skólanum. Sæmileg fylgni var á milli svara við fullyrðingunum eins og sjá má í 2. töflu en fylgni er á bilinu 0,22 til 0,62. Áreiðanleiki þessa þáttar var viðunandi, alfa=0,85. Svör barnanna í 3. bekk voru sett í þrjá flokka, þ.e. flokkuð voru saman annars vegar svörin mjög og frekar ánægður og hins vegar svörin mjög og frekar óánægður. Þriðji flokkurinn var miðjumöguleikinn. Þetta var gert til að auðvelda samanburð við 1. bekk. Þá er niðurstaðan eins og sést á 2. mynd. Minnst var gleði barnanna yfir að fara í skólann á morgnana, 51% sögðu að það væri gaman. Mest var ánægjan með að lesa í skólanum en rúmlega 78% fullyrtu að það væri gaman. Þegar myndir 1 og 2 eru bornar saman sést að þeir voru hlutfallslega færri í 3. bekk en í 1. bekk sem fannst gaman að læra í skólanum. Niðurstöður eru svipaðar í 1. og 3. bekk um fullyrðinguna að lesa og læra heima og nemendum í 3. bekk líkar betur en nemendum í 1. bekk að lesa í skólanum og fara í skólann á morgnana. Þegar niðurstöður fullyrðinganna í 3. bekk eru lagðar saman eins og gert var í 1. bekk var meðaltalið 28,2; hjá drengjum 26,1 og 30,0 hjá stúlkum. Þessi munur var marktækur (t(200)=4,9, p<0,001) og sýnir meiri heildaráhuga hjá stúlkum. Þar sem áhugi nemenda í 3. bekk er mældur á fimm punkta kvarða í stað þriggja hjá 1. bekk var reiknað meðaltal frekar en að nota kí-kvaðrat þegar svör voru borin saman eftir kyni í einstökum atriðum. Niðurstöður má sjá á 3. mynd, þ.e. meðaltöl og 95% öryggisbil sýnd með lóðréttum strikum. Skarist þessi strik ekki er munurinn marktækur milli hópa1. Á myndinni sést að stúlkur voru ánægðari en drengir með alla þætti og er sá munur marktækur nema á fullyrðingunum að fara í skólann og lesa í skólanum. Kynjamunur virðist því meiri í 3. bekk en 1. bekk, en þar var kynjamunur á helmingi fullyrðinganna en fimm af sjö fullyrðingum í 3. bekk. Svipaðir spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur í 6. og 9. bekk og því er auðveldara að bera saman svör nemenda í þeim bekkjum en í 1. og 3. bekk. Samtals voru fimmtán fullyrðingar í listunum sem mæla áttu námsáhuga. Fullyrðingarnar voru þáttagreindar til að skoða innra samræmi og hvort þær mældu ólíka þætti. Niðurstöður þáttagreiningarinnar sýndu að ein fullyrðingin, Ég er stundum svo leið(ur) í skólanum að mig langar til að hætta, féll ekki vel að hinum og var því ákveðið að sleppa henni í greiningunni. Það 1 Hugsanlegt er að munur sé tölfræðilega marktækur þótt smávægileg skörun sé á strikunum. Til að einfalda umfjöllun var ákveðið að birta ekki niðurstöður t-prófa. Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.