Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 58

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 58
56 Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 með hornskökkum snúningi nema atriði númer 29, 32 og 47 á skuldbindingarkvíða (CA) (Sampson o.fl., 1996b). Meginþáttagreining með hornskökkum snúningi í íslensku rannsókninni staðfesti ekki heldur þriggja þátta lausn höfunda CTI (Sampson o.fl., 1996b) (sjá 2. töflu). Athygli vekur að sex atriði (númer 45, 40, 34, 48, 42 og 31) sem ekki tilheyra undirkvörðunum samkvæmt höfundum CTI-listans hlaða hátt á þátt eitt, skuldbindingarkvíða, í íslensku gögnunum. Mögulega eru íslensku niðurstöðurnar ekki sambærilegar við þær bandarísku vegna þess að fjöldi þátttakenda í úrtaki stúdenta er rétt yfir ráðlögðu lágmarki (Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson, 2005). Af þeim sökum var þáttagreining endurtekin sameiginlega fyrir úrtak stúdenta, ráðþega og einstaklinga sem komu til NSHÍ en fengu ekki ráðgjöf varðandi val á námi eða starfi (N = 467). Er það í samræmi við það sem Sampson og félagar (1996b) gerðu því þótt þeir leggi áherslu á að birta niðurstöður sínar fyrir hvert úrtak fyrir sig hafa þeir einnig þáttagreint niðurstöður allra hópa saman og fengið út sambærilega þætti eða undirkvarða. Niðurstöður þáttagreiningar með hornréttum snúningi fyrir íslenska hópinn í heild voru mjög sambærilegar við niðurstöðurnar fyrir almenna íslenska stúdenta þó að nokkur atriði séu frábrugðin. Öll tíu atriði skuldbindingarkvíða hlaða hæst á þátt eitt hjá hópi stúdenta en fyrir heildarhópinn hlaða tvö af tíu atriðum skuldbindingarkvíða hærra á þátt tvö, ringulreið. Hjá heildarhópnum hlaða níu af fjórtán atriðum ringulreiðar hæst á þátt tvö og öll fjórtán atriðin hafa 0,30 hleðslu eða hærri. Hjá stúdentum hafa tíu af fjórtán atriðum ringulreiðar 0,30 hleðslu og átta atriði hlaða hæst á eigin þátt. Öll atriði togstreitukvarðans hlaða hins vegar hæst á þátt þrjú hjá báðum hópum. Til að kanna enn frekar hvort þáttabygging CTI-listans, eins og hún kemur fram hjá höfundum listans, kæmi fram í íslensku gögnunum í heild sinni (N = 467) voru atriðin 29 sem tilheyra undirkvörðunum þremur þáttagreind sérstaklega. Sú þáttagreining staðfesti ekki þáttabyggingu CTI-listans þótt sömu meginlínur kæmu fram og í greiningunum hér að framan. Öll tíu atriði skuldbindingarkvíða og fimm atriði togstreitu hlóðu hæst á eigin þátt en sömu fjögur atriði og áður á undirkvarðanum ringulreið (16, 20, 28, 36) hlóðu ekki á þann kvarða sem þau eiga að tilheyra. Viðmiðsbundið réttmæti (e. criterion related validity) var að lokum metið með því að kanna að hvaða marki CTI-spurningalistinn greinir á milli einstaklinga sem leita sér ráðgjafar og þeirra sem gera það ekki (Sampson, o.fl., 1999b) og reyndust íslensku ráðþegarnir hærri en almennir stúdentar á öllum kvörðum (sjá 3. töflu.). María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal 3. tafla. Samanburður á hamlandi hugsunum stúdenta og ráðþega á heildarkvarða CTI og undirkvörðum hans Stúdentara Ráðþegarb F-próf Kvarði Meðaltal Staðalfrávik Meðaltal Staðalfrávik CTI 40,40 19,82 56,51 20,31 46,84* Ringulreið (DMC) 8,75 6,69 13,94 7,57 40,44* Skuldbindingarkvíði (CA) 11,52 5,11 15,57 4,81 46,22* Togstreita (EC) 2,88 2,44 4,15 2,85 17,95* CTI = Career Thoughts Inventory; DMC = Decision Making Confusion; CA = Commitment Anxiety; EC = External Conflict. an = 314. bn = 93. * < 0,001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.